3.2.2010 | 01:43
Prjónakaffi - febrúar 2010
Nú er ástæða til að gleðjast. Það eru einmitt nú þrjú ár síðan prjónakaffið var fyrst haldið. Og síðan þá hefur það vaxið og dafnað langt umfram það sem bjartsýnustu konur gerðu ráð fyrir. Það er mjög sterkur kjarni sem mætir alltaf og það er líka alltaf þó nokkuð af konum sem hafa aldrei komið áður, ætla að prófa einu sinni en ánetjast svo prjóna-félagsskapnum.
Nú í febrúar er það Anna Silva, eigandi Garnbúðarinnar á Akranesi sem verður gestur prjónakaffisins í febrúar.
Hún ætlar að vera með kynningu á garni frá Argentínu sem heitir AslanTrends. Það er framleitt margs konar garn undir því merki, skrautgarn o.fl. Hún ætlar einni að kynna Denise prjóna og heklunálasett og ýmsa hjálparhluti fyrir prjónaskapinn. Einnig ætlar hún að kynna Namaste prjónatöskuna og eitthvað fleira. Bendi áhugasömum á heimasíðu verslunarinnar http://garnbudin.is
Hlökkum til að sjá ykkur allar. Minnum á að vertarnir í Amokka eru með húsið opin fyrir prjónakaffið og bjóða upp á veitingar á góðu verði.
Fr.Kr.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 01:47 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.