Prjónakaffið 4. mars n.k.

Hetjuteppi frá 2005 - Stjörnur copyÍslenska bútasaumsfélagið var stofnað árið 2000 af framsýnum konum sem sáu fyrir sér hvernig þetta litríka og skapandi áhugamál myndi sníða félagsskap bútasaumsfólks skemmtilega umgjörð.

Félagið hefur skapað þessa umgjörð með útgáfu Fréttabréfs, námskeiðhaldi, með sýningum og samkeppnum. En ekki síst á fundum félagsins þar sem með dagskráin miðar að notalegri kvöldstund þar sem miðlað er fréttum, fræðslu og félagsfólki býðst tækifæri til að sýna og segja frá verkum sínum. Einnig eru á fundunum hengdar upp sýningar á völdum verkum. Svo hefur félagið boðið gestum að halda fræðsluerindi sem hafa snertifleti við áhugasvið bútasaumsfólks.Íslenska bútasaumsfélagið fagnar tíu ára afmæli sínu á þessu ári með ýmsum hætti. Einn liður í dagskrá Afmælisárs er að kynna félagið með heimsóknum á handverks- og prjónakaffi víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu og út um land. Anna Margrét Árnadóttir fræðslufulltrúi Íb kynnir starfsemi félagsins og viðburði tengda afmælisárinu.. Sýnt verður og sagt frá bútasaumisverkum samkvæmt Show and Tell hefðinni en einnig kynnir hún þær helstu nauðsynjar, efni, verkfæri og góss sem tilheyra þessu áhugamáli. Í farteskinu er einnig fríkeypis happdrætti í boði Íslenska bútasaums- félagsins og styrktaraðila þess.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband