Prjónakaffið 1. mars 2012.

Það er að koma að næsta prjónakaffi.

Þetta er í annað sinn sem við verðum í Amokka í Borgartúni 21a. Í fyrstu tilrauninni komu fram nokkrir hnökrar, sem Kalli og María í Amokka hafa verið að finna lausn á. Nú eru þau búin að setja upp stórt sjónvarp í þann hluta kaffihússins sem ekki sá skjámyndirnar saman. Þetta er allt hægt að tengja saman svo nú sjá allir væntanlega allt!! Þau hafa líka verið að bæta lýsinguna til að gera handavinnuumhverfið enn betra.

Það er Tinna Þórudóttir Þorvaldsdóttir sem kemur og kynnir bókina sína: Þóra heklbók. Bókin var gefin út 2011 og í henni eru margar skemmtilegar hekluppskriftir!

Hlökkum til að sjá ykkur. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband