Prjónakaffi í APRÍL. 12. apríl 2012.

Vinsamlega hjálpið okkur að láta þetta berast, sérstakl. til þeirra sem eru illa nettengdir. Það er svo leiðinlegt ef einhver fer fíluferð..........

Við viljum minna á að, eins og fram kom á síðasta prjónakaffi, þá eru frávik í tímsetningu á prjónakaffi í apríl n.k. 1. fimmtudag ber upp á skýrdag og þá er lokað í Amokka, eina fríið á árinu sem þau fá þar. Prjónakaffið í apríl verður því fimmtudaginn 12. 4. 2012, í Amokka Borgartúni 21a, kl. 20:00 -22:00.

Kynnir kvöldsins er Sverrir. Hann er höfundurinn að prjonamunstur.is. Það er prjónaforrit þar sem auðvelt er að hanna sitt eigið mynstur á peysur. Sverrir mun kynna forritið og kenna á það. Hann verður með okkur allt kvöldið og það geta allir sem vilja komið með fartölvurnar sínar og lært á forritið.

Karl og María töfra fram eitthvað gómsæt og gott eins þeim einum er lagið. Við erum öll velkomin að koma snema ef við viljum borða. Hlökkum til að hitta ykkur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband