Prjónakaffi 7.júní 2012

er eins og undanfarið í Amokka, Borgartúni 21a Húsið er opið kl. 18 og tilvalið að fá sér að borða en kynningin byrjar kl. 20:00.

Nú ætlar Ásdís Birgisdóttir að koma og kynna fyrir okkur Norræna prjónaráðstefnu   -det Nordiske Strikkesymposium-  sem verður í Borgarnesi 6. – 11. ágúst 2012 undir yfirskriftinni  „Íslenskt prjón í fortíð og nútíð“  Það er prjónablaðið Lopi og band (www.lopiogband.is) skipuleggur Norræna prjónaráðstefnu Gavstrik árið 2012.

Ráðstefnan er haldin til skiptis á norðurlöndunum í litlum bæjum eða þorpum. Gavstrik (www.gavstrik.dk) eru grasrótarsamtök prjónaáhuga- og fagfólks og voru stofnum fyrir rúmlega 20 árum.

Eins og venjulega er ýmislegt góðgæti á borðstólnum því Karl og María bregðast ekki .

Hlökkum til að sjá sem flesta. Nefndin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband