3.7.2012 | 01:00
Prjónakaffi 5 júlí 2012.
Prjónakaffið er aftur komið í Hlíðarsmárann. Prjónakaffið hefst kl. 20:00 en húsið opnar kl.18.00 svo hægt er að fá sér að borða (eins og var á Amokka)
Heimilisiðnaðarfélag Íslands býður alla áhugasama velkomna í prjónakaffi í Cafe Antlanta í Hlíðarsmára, Kópavogi,
Það er Hélène Magnússon, Prjónakerling, sem kynnir "göngu- og prjónaferðir" sem hún skipuleggur í samstarfi við Íslenska Fjallaleiðsögumenn. Hún endar ferðina Prjónað um Víkingaslóð með okkur á prjónakaffi ásamt hópi prjónakvenna frá ýmsum löndum. Þema ferðarinnar var íslenskt blúnduprjón
Hélène mun nota tækifærið til að kynna einnig fyrir okkur *Love Story bandið* sem er einstaklega mjúkt og fínt íslenskt eingirni hannað af henni til að gera það allra besta úr íslensku ullinni.Ullin er í náttúrulegu sauðalitunum.
Munið að prjónakaffi er alltaf fyrsta fimmtudag í mánuði.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Nefndin
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.