3.1.2013 | 01:51
2013 - prjónakaffið á Café Merskí
Fyrsta prjónakaffi ársins er fimmtudag 3. janúar á Café Merskí.
Heimilisiðnaðarskólinn verður kynntur og munu kennarar mæta og sýna handverk sem kennt verður á vorönn. Þjóðbúningasaumur, allar gerðir af útsaumi, fjölmörg námskeið í prjóni, hekli, rússnesku hekli, skírnakjólar, orkering, spjaldvefnaður, vefnaður, leðurvinna, tálgun, tóvinna, spuni og margt margt fleira. Kynningin á skólanum gerði mikla lukku í fyrra.
Prjónakaffið er kl. 20:00 - 22:00, Þeir sem vilja geta komið fyrr og fengið sér léttan verð á vægu verði!
Það eru allir alltaf velkmnir í prjónakaffi - félagsmenn sem og allir aðrir sem hafa á huga á prjónaskap og öðru handverki. Hlökkum til að sjá ykkur!!
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 01:52 | Facebook
Athugasemdir
Verðið þið með prjónakaffi í næstu viku (8 eða 9 jan)? Eruð þið með símanúmer hjá þeim sem skipuleggja þessa viðburði?
Jón (IP-tala skráð) 3.1.2013 kl. 09:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.