3.3.2008 | 23:13
Prjónakaffi fimmtudag 6.mars.
Fimmtudaginn 6.mars, er næsta prjónakaffi. Eins og áður byrjar kaffið kl. 20 -22 en húsið opnar fyrr.
Yfirskrift kvöldsins er EINBAND-Í NÝRRI ÚTSETNINGU.
Védís Jónsdóttir hönnuður mun koma og kynna nýtt prjónahefti þar sem gefur að líta uppskriftir sem hún hefur hannað. Allar uppskriftirnar eru fyrir handprjón, og úr einbandi sem Ístex framleiðir. Í þessu hefti eru uppskriftir að flottum kjólum og peysum en einnig einföldum flíkum fyrir þá sem ekki hafa prjónað úr einbandi áður. Védís mun verða með sýnishorn sem við getum skoðað. Þetta er mjög gott tækifæri til að nýta til að þyggja góð ráð hjá mjög flínkriprjónakonu. Védís er tilbúin til að ganga á milli borða og ræða málin.
Vonandi sjáumst við sem flestar. Kveðja F.F. nefndin.
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa á að koma að mæta, það er ekki skylda að mæta með prjóna það má koma með aðra handavinnu eða bara handavinnulaus og sjá hvað aðrir eru að gera.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:19 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.