100 konur á síðasta prjónakaffi.

 Þakka ykkur fyrir síðast,   það var flott stemning í salnum og nánast öll sæti setinn enda voru ríflega 100 konur í salnum.

Það var mikil eftirvænting í stórum hópi kvenna sem streymdi inn á Amokka í Hlíðarsmára, fimmtudagskvöldið 6.mars.   Flestar fengu sér tilboð kvöldsins en aðrar fengu sér vatnsglas. Þegar allir höfðu komið sér vel fyrir með bolla og handavinnu var komið að kynningu kvöldsins.  Védís Jónsdóttir hönnuður, og starfandi hjá Ístex, hefur hannað nýjar flíkur fyrir handprjón úr íslensku einbandi.  Védís klæddist sérlega fallegum kjól með skeljaútprjóni, sem klæddi hana mjög vel,  eins sýndi hún á gínum fleiri flíkur.  Allar eru uppskriftirnar í nýja prjónaheftinu frá Ístex.  Konur frá Handprjónasambandinu voru líka þarna og með hefti sem þær seldu á staðnum.  Þið sem ekki voruð á staðnum en viljið eignast heftið getið fengið bæði heftið og einbandið hjá Handprjónasambandinu á Skólavörðustíg.  Þarna sá ég konu sem var byrjuð að prjóna kjól og hafði valið sér fallegan grænan lit.  Það á eftir að verða flottur kjóll.  Þeir sem ekki leggja í að byrja vegna óöryggis eða finnst þær ekki kunna að prjóna skeljaprjón geta bara skelt sér á námskeið.   

Heimilisiðnaðarskólinn verður með námskeið nú í vor þ.e. 11. og 18. mars, og 1. og 15. apríl, kl 20 - 22, þetta eru 12 klst. 4 skipti og kostar 12.600. Efnið er ekki innifalið.  

Því miður gleymdist myndavélin heima en við fáum sendar myndir frá Luxenburg.  Fljótlega kemur kynning á næsta prjónakaffi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sendi ykkur kveðjur að norðan.Má koma með fyrirspurn?

Langar að vita hvort einhver hefur uppskrift að hekluðu "blómi" sem sumar skvísur bera á ulnliðinu í dag?

Kveðjur AE 

Alice Emma (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband