Prjónakaffi 3. apríl

Sælar allar.

En er komið að prjónakaffi, það er að sjálfsögðu á fimmtudaginn 3.apríl og hefst kl. 8.00.

Gestur okkar að þessu sinni er Brynja Dögg Gunnarsdóttir.  Brynja Dögg hannar prjónavörur undir nafninu BDG Hönnun/BDG Design.  Hún er að gera allt mögulegt s.s. Peysur, toppa, pils,armbönd, kjóla og margt fleira.  Hún er mest með lopa í sínum flíkum og leggur mikla áherslu á að allt sé vandað og að gæðin í efnismeðferð séu mikil. Hún notar sín eigin snið og uppskriftir og leggur áherslu á að flíkurnar séu þægilegar.  Hún er með heimasíðu á netinu slóðin er: http://www.myspace.com/bdgdesign  . Hún selur mikið í gegnum heimasíðuna og er núna önnum kafin við að vinna pöntun fyrir sérverslun í Bandaríkjunum.  Fötin munu koma þar í sölu í maí.

Það verður spennandi að sjá það sem hún er að gera, svo nú vona ég að við fjölmennum á Amokka.

María og stelpurnar hennar á Amokka verða með frábært tilboð á morgun þ.e.

Ostakaka með karamellu og kaffi með ábót aðeins kr. 750.- ummmmm :-o

Sjáumst sem flestar kveðja fyrir hönd F&F Solveig


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband