Ferð til Blöndóss.

Fundar og fræðslunefnd stóð fyrir ferð til Blöndós þann 19. apríl.

Ferðin var mjög vel heppnuð. Veðrið hefði ekki getað verið betra og að koma í Heimilisiðnaðarsafnið og Halldórustofu var ævintýri líkast. Mótttakan þar og leiðsögn um safnið var einnig til fyrirmyndar. Kærar þakkir Elín, heimsóknina gerðir þú eftirminnilega.  Við komum við á elliheimilinu og skoðuðum afrakstur félagsstarfsins og þar fengum við okkur eftirmiðdagskaffi. 

Frá Blöndósi var haldið í kirkjuna á Þingeyrum, þar tók á móti okkur Erlendur Eysteinsson frá Stóru- Giljá. Trúlega eru fáir ef þá nokkur sem þekkir sögu staðarins betur og var hrein unnunn að hlusta á hann segja frá.  Þessi dagur er gullmoli í sjóð minninganna.  Hópur góðra kvenna að ferðast og njóta saman þess sem er áhugamál okkar allra.

Kærar þakkir fyrir samfylgdina þennan dag kæru konur.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband