Prjónakaffi 1. maí

Næsta prjónakaffi er 1. maí næstkomandi. og hefst að venju kl. 20.

Kynning kvöldsins verður í höndum Margrétar Árnadóttur handverkskonu.

Margrét mun segja frá viðgerð á antík bútasaumsteppi sem er frá Viktoríanska tímabilinu. Einnig verður hún með myndir til að sýna okkur.

Margrét er mjög vel þekkt fyrir einstaklega fallega vinnu á bútasaumi og ekki síður fyrir frábæra hjálpsemi og ljúfmannlega framkomu við afgreiðslustörf í Virku bútasaumsdeild.  Það voru forréttindi að fá aðstoð hennar við val á, hvort sem var, munstri, efnum eða liti í teppi eða ennað sem maður vildi búa til.  Það er tilhlökkunarefni að sjá og heyra hvað hún hefur að segja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband