Prjónakaffi 5.júní

Nú líður að næsta prjónakaffi sem er fimmtudaginn 5.júní.  Áætlað var að Þorgerður Hlöðversdóttir sérgreinakennari  og tekstílhönnuður mundi kynna fyrir okkur jurtalitun, en vegna óviðráðanlegra aðstæðna verður að frest kynningu hennar. Hún mun koma seinna, þ.e. með haustinu. Við hlökkum til þess.  Í stað kynningar höfum við ákveðið að vera með myndasýningu frá prjónakaffikvöldum.

Við vonum að konur láti það ekki halda sér í burtu," maður er manns gaman" segir máltækið og við látum það bara sanna sig.

Við í fundar og fræðslunefnd höfum margt á prjónunum og erum með langan lista af hugmyndum að kynningum á prjónakvöldum. Við viljum bara geta auglýst, með góðum fyrirvara, til þess að allir sem áhuga hafa komi.

Við hlökkum til að sjá ykkur á fimmtudagskvöld. Sjáumst fyrir hönd F&F Solveig  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband