2.9.2008 | 14:22
Jurtalitun.
Þá er komið að næsta prjónakaffi, þann 4.september kl. 8.00.
Gestur okkar að þessu sinni er Þorgerður Hlöðversdóttir kennari og deildarstjóri við Ingunnarskóla.
Hún er sérfræðingur í jurtalitunn og hefur kennt við Heimilisiðnaðarskólann. Námskeiðin hafa verið mjög vinsæl og alltaf færri komist að en vildu.
Að venju verður þetta frábæra kökuborð og ekki síðra brauðmeti ásamt kaffi, te eða öðru sem fólk vill drekka. Ég vil benda á að það er hægt að fá sér hvítvíns eða rauðvínsglas ef vill.
Stundum er það bara skemmtileg tilbreyting. Sjáumst hress.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.