30.9.2008 | 15:05
130 konur og 1 karl
Þann 4 september komu 130 hannyrðakonur í Amokka í Hlíðarsmára. Það var glatt á hjalla og okkur í f&f fannst við svífa á bleiku skýji. Það hefur aldrei verið svona vel mætt og finnst okkur þetta vera staðfesting á að PRJÓNAKAFFI er komið til að vera. Veitingar brugðust ekki væntingum okkar frekar en fyrridaginn. Alltaf fínar mótttökur hjá þeim sæmdarhjónum Maríu og Karli.
Jurtalitun var kynnt og fannst mörgum það ákaflega spennandi og stefna á námskeið með haustinu. Litirnir voru bara dásamlegir. Þorgerður veit líka um hvað hún er að tala, hún veit sko allt um jurtalitun.
En nú styttist í næsta prjónakaffi þannig að nú er bara að taka frá fimmtudaginn 2. október. María og Karl ætla að fjölga stólum á staðnum ( það veitir sko ekki af) og örugglega verður eitthvað gómsætt á borðum.
Ég vil nú benda á að við erum ekki að greiða neitt fyrir afnot af salnum eða þjónustu sem þau veita okkur s.s tölvu, skjávarpa og þess háttar, þannig að það eru vinsamleg tilmæli að fólk sjái sér fært að fá sér eitthvað á staðnum ( einsog lang flestir gera) en komi ekki með nesti. Það kostar ekki svo mikið að kaupa coka cola á staðnum.
Hlakka til að sjá ykkur öll bestu kveðjur F&F
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:23 | Facebook
Athugasemdir
Endilega sendu okkur á Vikunni nokkrar línur um næsta prjónakaffi. Ég held utan um atburðadagatal í blaðinu, svokallaða dagskrá. Ég er t.d. að vinna að dagskránni vikuna 9.-15. október núna (skila á fimmtudag) og þarf þá sæmilegan fyrirvara. Það væri voða gaman að fá að vita þegar þið hittist næst. Netfangið mitt er gurri@birtingur.is.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.9.2008 kl. 20:41
Úps, sýnist þetta vera fastur viðburður fyrsta fimmtudag í mánuði? Má ég þá birta t.d. nóvemberhittinginn í blaðinu?
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.9.2008 kl. 20:43
Hvaða gestur verður?
Stefanía (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 18:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.