3.10.2008 | 10:32
Harpa Jónsdóttir
Takk fyrir síðast þetta var skemmtilegt kvöld í gærkvöldi. Harpa Jónsdóttir kynnti dásamlegar húfur sem hún bæði hannar og býr til.
Harpa er handavinnukennari að mennt og greinilega hugmyndarík og snjöll kona. Því miður hafði ég ekki nægar upplýsingar um hana til að kynna hana hér á blogginu áður en prjónakaffið byrjaði.
100 konur voru mættar og greinulega nutu þess að vera saman, hlusta á Hörpu og dásama þessar yndislegu húfur sem hún prjónar, þæfir og saumar útí. Myndir koma inn á síðuna seinna.
Harpa er að gefa út bók fyrir jólinn og mun þá kynna sig betur og meðal annars nota húfurnar í það.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.