5.11.2008 | 13:19
Prjónakaffi í nóvember
Tíminn er fljótur að líða og sem betur fer fyrir þá sem vilja að prjónakaffi sé sinnum 2 í mánuði.
Nú er en komið að því að hittast og næsta fimmtudag þ.e. 6.nóv. verðu gestur okkar vel þekkt kona.
Guðrún Hennele sem á og rekur Storkinn kemur og kynnir fyrir okkur nýjustu stefnur og strauma í prjónahönnun. ROWAN á 30 ára afmæli á þessu ári og hefur gefið út veglegt prjónablað í tilefni þess. Það eru mismunandi þemu, nostalgía, renessans og elegans. Guðrún verður með sýnishorn með sér. Debbie Bliss er sennilega þekktust fyrir prjónabækur með barnapeysum, en hún hannar líka fyrir fullorðna og í haust koma út bækur eftir hana. Debbie er með sérstaka garnlínu og Guðrún kemur með peysur úr grófu tweed garni eftir hana. Þetta er smá sýnishorn af því sem hún verður með.
Karl og María standa vaktina einsog venjulega og verða pottþétt með eitthvað gott í gogginn. Þaau eru líka örugglega búin að fjölga stólum því það má búast við góðri mætingu.
Hlakka til að sjá ykkur allar og kalla ef þeir mæta.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 19:53 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.