Prjónakaffi 8.janúar 2009

Við í fundar og fræðslunefnd óskum öllum gleðilegs árs og friðar á nýju prjónaári.  Þökkum allar góðu samverustundirnar á prjónakaffi kvöldunum okkar á liðnu ári.

Já alltaf hefur verið gaman hjá okkur og þegar það hefur fjölgað svona á prjónakvöldunum sjáum við að prjónakaffi er komið til að vera.

Á fimmtudaginn 8. janúar er fyrsta prjónakvöldið okkar og þá kemur hún Védís Jónsdóttir hönnuður hjá Ístex og kynnir prjónabók sem kom út í haust.  Védís er okkur öllum að góðu kunn, hún var hjá okkur í vor og kynnti bókina um einbandið, þessi sem er með fallega kjólnum sem margar ykkar hafa prjónað.

Ég vona að við fyllum húsið einsog venjulega og María og Karl verða örugglega með fullt af góðgæti og kaffið svíkur aldrei.

Sjáumst hressar á fimmtudag kveðja Solveig 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hvar er þetta prjónakvöld og klukkan hvað ??

kveðja,

Sjöfn

Sjöfn (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband