9.1.2009 | 00:07
Spurning um að greiða fyrir aðgang.
Takk fyrir frábært kvöld það var skemmtilegt. Védís var frábær einsog við var að búast. Það komu milli 160 og 170 konur ( teljum ekki þær sem fóru) sem er líka frábært en því miður vorum við í stólavandræðum þar sem 120 stólar eru í húsinu. Í framhaldi af þessu kom upp hugmynd, að þeir sem koma í prjónakaffi greiði t.d. kr. 200 sem aðgangseyrir að prjónakaffi. Ég kasta þessu fram til að fá að heyra ykkar skoðanir. Það er nauðsynlegt að fjölga stólum og einhvernvegin þarf að leysa það.
Látið nú í ykkur heyra, hvað viljið þið?
Það er líka spurning viljið þið geta mætt um 18.30 og keypt léttann málsverð? Það kostar ca. kr 1300.- Þetta þýðir að hægt er að vera lengur saman. Prjónakaffið byrjar eftir sem áður kl. 20.
Þetta er ekki vandamál, þetta er verkefni sem þarf að leysa. Sjáumst hressar eftir mánuð.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 19:59 | Facebook
Athugasemdir
sælar. og takk fyrir í kvöld, gaman eins og alltaf. í sjálfu sér sé ekkert athugavert við að rukka 200 kr við innganginn. en, vil þó koma með eina ábendingu. ég er starfsmaður hjá ÖBÍ og ég veit af því að mörg félagasamtök, sjúklingafélög í þessu tilfelli, hafa fengið gefins húsgögn hjá bönkunum. veit reyndar ekki hvort eitthvað hefur breyst núna eftir breytingar á bankakerfinu. en allavega var það þannig áður að bankarnir eiga hver um sig stóóóórar skemmur sem eru fullar af alls kyns húsgögnum, mest auðvitað skrifstofuhúsgögn, en líka ýmislegt annað. og félögin hafa fengið gefins af þessum lager notuð húsgögn, sem eru líka yfirleitt fyrsta flokks, því bankarnir hafa jú undanfarin ár ekki verið að versla neitt drasl. spurning hvort þið ættuð að prófa að tékka á þessu?
kv.Fríða
Fríða (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 00:57
sælar konur,
ég hef verið að mæta á prjónakaffi lengi og fæ rosalega mikið út úr því. Það gæti verið gaman að bjóða upp á léttan málsverð fyrir þær sem þurfa ekki að gefa börnum að borða áður en haldið er af stað út úr húsi. ég er sammála að 2 tímar getur verið of lítið þegar fólk er komið í prjónastuð.
Ég hef verið að kaupa mér tilboðin sem Amokka er með í gangi fyrir okkur og finnst sjálfsagt að þakka þeim fyrir að leyfa okkur að nota aðsöðuna.
Prjónakaffi er einstakt tækifæri til að hitta aðra, læra og fræðast af öðrum. Það sem mér hefur fundist svo mikil blessun er að þetta er frítt og opið öllum. Eiga ekki margar fellistóla eða kolla sem hægt er að kippa með í bílinn og grípa í ef þess gerist þörf á?
kveðja
Harpa Hreinsdóttir
Harpa (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 09:17
Takk fyrir prjónakvöldið.
Ég var ein af þessum sem ætlaðu að koma snemma, en komst ekki fyrr en kl. 20:00. Þá var salurinn orðin troðfullur af prjónandi konum.
Ég stó nú smá tíma við prjónana, gerði smá villu og varð að réka upp, það var svo sem allt í lagi. En ég er alveg til í að borga 200 kr. og fá þá örugglega stól til að sitja á.
Einnig finnst mér sniðug hugmyndin að fá sér eitthvað létt að borða á undan prjónakaffinu.
Kveðja, Sigga
Sigga (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 16:59
Sælar prjónakonur og takk fyrir prjónakaffið.
Þetta framtak er alveg frábært og Amokka er alveg fyrirtaks staður til að hittast á, miðsvæðis fyrir flest alla nema kannski miðbæjarrotturnar :)
Mér finnst þetta góð hugmynd að rukka einhvern málamynda aðgangseyri, 100 - 200 kr. Þetta er minna en það kostar að leggja bílnum sambærilegan tíma á Laugaveginum og ég myndi alls ekki sjá eftir krónunum. Það er alltaf hugsanlegt að þetta fæli einhverja frá en nú þegar eru konur að snúa við vegna plássleysis, konur sem hafa virkilegann áhuga á að mæta og vera á staðnum með okkur.
Hugmyndin um að bjóða uppá léttan kvöldverð á undan prjónakaffinu finnst mér líka góð en það þarf aðeins að hugsa hvernig hún verður útfærð. Ég er t.d. ein af þeim sem mæti með stórum hóp kvenna sem nýtur þess að hittast og kjafta í prjónakaffinu. Mér þætti hálf kjánalegt að leggja undir mig 8-10 sæti í kvöldmat svo ég geti setið með hópnum þegar fjölga fer í salnum, en á sama tíma myndi ég ekki vilja enda ein útí horni vegna þess að það raðast í kringum matargestina þegar klukkan fer að nálgast 8.
Prjónakveðjur,
Elín E.
Elín E. (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 00:58
Sjálfri finnst mér ekkert mál að borga 200 kall fyrir að koma í prjónakaffi en ég er hrædd um að það skapi vesen og biðröð sem gæti orðið leiðinlegt því það er nóg að fara í eina biðröð til að fá sér kaffi. Þess vegna finnst mér hugmynd Hörpu með klappstólana mikið betri.
Hvað matinn varðar er ég ekki viss um að ég myndi nýta mér þetta tilboð en auðvitað er það sniðugt fyrir þá sem það vilja.
Guðrún (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 01:00
Sælar,
Mér finnst 200 kall ekki mikill peningur en ég get ekki skilið í því að það þurfi að rukka sérstaklega inn. Mér finnst það hreinlega asnalegt, því veitingasalinn hlýtur að hafa tekjur af þessum fjölda kvenna sem sækja prjónakaffi. Annars er bara að leita betri tilboða! Það er líka veitingasalans að hafa frumkvæði að því að bjóða upp á mat ef hann telur forsendur fyrir því - ég mundi ekki vera að flækja málið frekar.
Varðandi stólamálið - salurinn er kannski bara ekki nógu stór - er ekki bara málið að flytja aftur? Það hljóta að vera til salir víðsvegar um bæinn og fólk sem er til í að selja veitingar!
Berglind (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 13:27
Ég hef mætt lengi á prjónakaffið og fannst leiðinlegt að þurfa frá að hverfa í annað sinn, þótt ég væri mætt rétt fyrir átta síðast. Það er rétt, sem að ofan kom fram að það gæti skapað langa röð við innganginn ef rukka þyrfti inn. Ég, og allar þær sem ég þekki, kaupi mér alltaf drykk og meðlæti á prjónakaffi. Ef rukka á sérstaklega inn vegna þeirra sem ekki kaupa sér neitt á kaffihúsinu, finnst mér að upphæðin ætti að ganga upp í veitingarnar, fyrir þær sem kaupa þær.
Sigurlaug (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 11:47
Sælar allar saman
Yndislegur hópur kvenna sem mætir í prjónakaffi . Það eru algjör forréttindi að leyfa sér að sitja í 2 klst ca prjóna tala saman sýna sig og sjá aðra skoða handavinnu annara og bera saman bækur sínar og fá hugmyndir. Mér finnst alveg sjálfsagt að kaupa kaffi/drykk mér finnst eiga vera frjálst val hvort þú kaupir þér meðlæti .ef það er stólaleysi þá er ekkert mál að grípa með sér einn klappstól ég er alveg á móti því að rukka 200 kr. inn á kaffihúsið. Hvaða kaffihús væri ekki til í að fá 150-200 konur x1 í mánuði sem allflestar kaupa sér eitthvað fyrir 1000-1500 kr.og stoppa bara í 1-2 klst.
Sigríður (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 21:17
Hæ hæ
Mér finnst kjánalegt að þurfa að borga inn á kaffihús. Við vorum 12 saman á síðasta kvöldi hjá ykkur og allar vorum við sammála að það væri púkalegt að borga inn. Að við ættum að borga fyrir að fá að sitja á meðan við drekkum kaffi. Hvernig væri að finna annan sal ?
kv. Lára
Lára (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 19:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.