Prjónakaffi í febrúar

Takk kærlega fyrir svöruninna  sem við höfum fengið á blogginu.  Það er svo ótrúlega gott að fá ykkar sjónarmið því án ykkar væri ekkert prjónakaffi.  Haldið áfram að láta í ykkur heyra, við í nefndinni erum mjög lýðræðislegar. Öll svör og allar skoðanir tökum við til skoðunar.InLove

Þá er komið að næsta prjónakaffi,  þá koma konur frá Handprjónasambandinu og kynna hvað er í gangi hjá þeim.  Það verður gaman, því þær láta lítið fyrir sér fara en voru þó þátttakendur í að koma prjónakaffinu á stað. Það er því er vel til fundið að þær komi til okkar þegar prjónakaffi á tveggja ára afmæliWizard   Já ótrúlegt en satt.  Tíminn er fljótur að líða og það eru tvö ár síðan fyrsta prjónakaffið var í Iðusalnum. Veit einhver hversu margar konur mættu á staðinn? Gaman væri að vita það.

Amokka ætlar að vera með til sölu Súpu og brauð og einn rétt til dæmis lasagna.  Þá mun húsið trúlega opna 18.30. Það er mjög skemmmtilegt að setjast niður með viðnkonum sínum og fá sér eitthvað létt að borða.  Verðinu verður stillt í hóf.  En meira um það síðar  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband