Gleðifréttir/stólafréttir afmælis prjónakaffi næst.

WizardWizardWizard    Sælar allar prjónakaffiskonur.  Nú hafa heiðurshjónin María og Karl keypt stóla til viðbótar þeim sem fyrir eru. Nú eru sæti fyrir 150 manns á Amokka í Hlíðarsmára.  Ekki er vilji að selja inná kaffihúsið. Okkur fannst sjálfsagt að skoða þessa hugmynd, en hún fær ekki hljómgrunn hjá nefndinni frekar en konum sem sækja prjónakaffið. Við teljum að betra sé að óska eftir því að fólk fái sér eitthvað á staðnum. Eigendurnir hafa verið með flott tilboð á 800.-kr  og svo verður núna hægt að koma fyrr og fá sér að borða. Þau hafa hugsað sér að vera með opið áfram kl 18 og þá verður hægt að fá sér súpu og brauð eða léttann málsverð fyrir 900-1450 kr.  Matur verður afgreiddur frá kl 18 - 19.30  eftir það er selt kaffi og meðlæti.

Við skulum ekki gleyma að ef við þyrftum að leigja sal, þá þyrfti að greiða aðgang sem væri mun hærri en kaffibolli kostar. Nefndin væri þá komin í fjárhagsskuldbindingar sem ekki er möguleiki á að gera. Það er hagur okkar sem sækjum prjónakaffið að hafa góða aðstöðu (einsog við höfum þarna) Og mikilvægt er að allir séu sáttir og ánægðir. Þetta er ekki skemmtilegt umræðuefni en samt algjör nauðsyn að hafa þetta allt uppá borðinu.  Við sjáumst hressar á næsta prjónakaffi og njótum kvöldsins saman 

Munið Þuríður Einarsdóttir frá Handprjónasambandinu verður gestur okkar næst. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband