3.3.2009 | 23:17
Prjónaprjón
Á síðasta prjónakaffi var mjög gaman. 170 konur mættu og nutu kvöldsins saman. Margar nýttu sér lengri opnunar tíma og mættu á staðinn kl 18. Konurnar fengu sér léttan kvöldverð en formlega byrjaði prjónakaffið kl 20. Þuríður Einarsdóttir kom og kynnti Handprjónasambandið og var góður rómur gerður að því.
Næsta prjónakaffi er á fimmtudagskvöldið 5.mars og mun Ragnheiður Eiríksdóttir kynna prjónabók sem hún og vinkona hennar hafa gefið út. PRJÓNAPRJÓN
Við hlökkum til að sjá ykkur allar. Ath húsið opnar kl 18 og verður seldur matur fyrir þær sem það vilja. Alltaf er hægt að fá sér kaffi og góðar kökur með.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.