Prjónakaffi í april.

Takk fyrir síðast, þetta verður bara betra og betra.  Stólum hefur fjölgað í 170 þannig að allir fengu sæti síðast.  Það hefur mælst mjög vel fyrir að hægt sé að mæta snemma og fá sér að borða í notalegheitum áður en en prjónakaffið byrjar.  Konur hafa talað um að maturinn sé mjög góður og er ég fyllilega sammála. Svo getur maður fengið  sér kaffi og köku í eftirréttSick   Til stóð að Ragnheiður Eiríksdóttir kæmi og kynnti bókina sína Prjónaprjón, en svo óheppilega vildi til að hún veiktist og gat því ekki mætt. Ég vona að við getum bætt úr því seinna. 

Í apríl verður kynning, frá Kópavogsdeild Rauða krossins, "FÖT SEM FRAMLAG" ríflega 50 sjálfboðaliðar hjá deildinni sinna þessu verkefni.  Sjálfboðaliðarnir sauma og prjóna ungbarnaföt fyrir börn og fjölskyldur í neyð í Afríku.    Rauði krossinn  er með prjónahóp sem hittist einu sinni í mánuði og prjónar fyrir þá.

Dögg Guðmundsdóttir verkefnastjóri mun kynna þetta verkefni sem er þrískipt og mjög spennandi. 

Það verður gaman að hittast í apríl, við í funda og fræðslunefnd hlökkum til.Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan daginn

Er eitthvað á döfinni utan Höfuðborgarsvæðisins?

Diana Adessa (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband