Vel lukkað prjónakaffi

Síðast liðið fimmtudagskvöldið áttum við, ca. 120-130 konur, mjög svo ánægjulega stund á Amokka.

Maturinn góður, meiriháttar konur, góður matur og frábært innlegg hjá hjá Dögg sem starfar í Kópavogsdeild Rauðakrossins.  

Við auglýstum ferð, sem við í fundar og fræðslunefnd stöndum fyrir vorferð á vegum Heimilisiðnaðarfélagsins, ferðinn verður farinn 23 apríl þ.e. fimmtudagur.  Lagt veður af stað frá Nethyl 2E, kl 9 að morgni.  Ekið í Stykkishólm með einu stoppi,þar verður borðað og síðan verður Norska húsið skoðað, gengið með leiðsögn um staðinn, farið í gallerí og Vatnasafnið, þegar ekið verður heim á leið munum við stoppa í Bjarnarhöfn skoða kirkju, safn og fá okkur hákarl og brennivínW00t Síðan verður ekið heim á leið.  Nánari útfærsla verður sett inn á síðuna um leið og allt liggur fyrir. Verð hugmynd er kr.7000.- en endanlegt verð verður reiknað út í ferðinni þannig að verðið  getur lækkað( fer eftir fjölda þátttakenda).  

Ferðin er opinn fyrir alla sem vilja taka þátt. Í fyrra var rosalega gaman.

Sendið netpóst á netfang Heimilisiðnaðarfélagsins til að skrá ykkur. Það er betra að bóka sig fyrr en seinna.         

Hlökkum til að sjá ykkur. kveðja funda og fræðslunefnd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband