Ferð í Stykkishólm.

Funda og fræðslunefnd HFÍ stóð fyrir ferð í Stykkishólm 23. apríl s.l. Þátttakan var fram úr öllum vonum. Hvert einasta sæti var skipað og raunar hafði þurft að hafna nokkrum.  Okkur var því nokkuð brugðið þegar ferðalangar voru að safnast í Nethylinn að það mættu nokkuð fleiri en nefndin hafði búist við. Það var auðvitað allt tölvunum að kenna!! Nokkrar skráningar höfðu ekki skilað sér alla leið til nefndarinnar. Bílstjórinn leysti þetta með frábærum hætti. Hann hringdi út félaga sinn, skipti út rútunni og kom með tvær í staðinn!!  Allir tóku þessum töfum með stóiskri ró, og klukkan var orðin 9:15 þegar hópurinn, um 60 manns, lagði af stað vestur í Stykkishólm.

Í Stykkishólmi heimsóttum við marga staði.  Við komum við í gallerýum og borðuðum góðan í Narfeyrarstofu.  Við skoðuðum norska húsið, fengum leiðsögn um bæinn og fórum í vatnasafnið. Kvenfélagið bar fram fyrir okkur kaffi og meðlæti í Freyjulundi.  Við stoppuðum við hjá bjórframleiðanda í bænum og smökkuðum hans veigar. Við enduðum svo í Bjarnarhöfn.  Þar fengum við frábæra leiðsögn hjá Hildibrandi bónda.  Hann sagði okkur fyrst margt merkilegt um kirkjuna og altaristöfluna þar. Þaðan fórum við að minjasafnið og fengum að smakka á hákarli og brennivíni!!

Ferðin tókst mjög vel. Meira að segja veðrið var gott mesta allan daginn þrátt fyrir frekar lélega veðurspá.  Klukkan var að verða hálf tíu um kvöldið þegar við rendum inn í Reykjavík eftir góðan dag.

Takk fyrir samfylgdina þennan dag,  kæru ferðafélagar.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband