7.5.2009 | 17:51
Prjónakaffið í kvöld.
Nú er ég alls ekki að standa mig. Ég átti auðvitað að vera búin fyrir löngu að skrifa um prjónakaffið í kvöld hér inn á. Reyni að gera betur næst..
Íslensk sjónabók.
Margrét Valdimarsdóttir, ætlar að kynna Íslenska sjónabók sem Heimilisiðnaðarfélagið gaf út nýlega, í samvinnu við Listaháskólann og Þjóðminjasafnið. Í bókinni er safn tíu íslenskra sjónabókahandrita frá 18. og 19. öld. Það er allra þeirra sem viðtað er.
Samveran með skemmtilegu fólki, góð kynning og frábæru veitingarnar verða auðvitað á sínum á Amokka, saman er ávísun á gott kvöld. Hlakka til.
Freyja, F&F
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:54 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.