2.6.2009 | 00:50
Prjónakaffið í júní
Tíminn líður eins og óð fluga og nú er enn komið að nýju prjónakaff. Frábært!!
Þann 4. júní ætlar Ásdís Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Textilseturs Íslands á Blönduósi að kynna starfsemi þess. Meginhlutverk Textilsetursins er að efla rannsóknir og menntun á íslenskum textiliðnaði og handverki. Það verður fróðlegt að heyra meira um starfsemi Textilsetursins n.k. fimmtudag.
Eins og fyrr hefur komið fram stendur prjónakaffið yfir kl. 20:00 - 22:00. Eigendur Amokka opna húsið sérstaklega fyrir okkur þessi fimmtudagskvöld sem er alveg frábært fyrir okkur. Við greiðum ekkert fyrir aðstöðuna en gerum ráð fyrir gestir fái sér kaffi og kannski með því eins og annars þegar maður heimsækir kaffihús.
Ég minni á að nú býður Amokka upp á léttan kvöldverð fyrir prjónakaffið. Matur verður afgreiddur frá kl 18 - 19.30, eftir það er selt kaffi og meðlæti.
Hlökkum til að sjá ykkur F&F
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 00:54 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.