30.6.2009 | 02:43
Prjónakaffi í júlí
Það er alveg ljóst að ég er lélegur bloggari og þarf að tileinka mér þennan miðil betur. Nú er enn komið að prjónakaffi og ég rétt búin að gleyma mér.
Það eru Hildur og Oddný í Þjóðbúningastofu sem koma næst. Þær ætla að kynna bók sem þær gáfu út nýlega en var fyrst gefin út 1878. Bókin heitir UM ÍSLENSKAN FALDBÚNING MEÐ MYNDUM eftir Sigurð málara Guðmundsson. Bókin er um skautbúninginn. Í bókinni eru mynstur og teikningar eftir Sigurð málara sem hann byggði á íslenskri náttúru og þjóðlegum arfi.
Þær stöllur ætla að koma með skautbúning að því er ég best veit og ýmislegt fleira sem tengist honum og bókinni.
Amokka býður svo að venju upp á léttan mat á vægu verði fyrir prjónakaffið. Maturinn er framborinn kl. 18.00 - 19:30. Eftir það er selt kaffi og meðlæti
Hlökkum til að sjá sem allra flesta
Freyja Kristjánsdóttir
Funda og fræðslunefnd F&F
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 02:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.