Prjónakaffið 3. sept. n.k.

Á næsta prjónakaffi mun skólanefnd Heimilisiðnaðarfélagsins mæta og kynna námskeið á vegum Heimilisiðnaðarskólans.  Sá skóli heldur mjög fjölbreytt og skemmtileg handverksnámskeið.  Á heimasíðu HFÍ segir um skólann:   

"Heimilisiðnaðarskólinn er rekinn af Heimilisiðnaðarfélagi Íslands og var stofnaður haustið 1979. Hann er handmenntaskóli sem skipuleggur markvisst nám í mörgum greinum heimilisiðnaðar, handmennta og listar.

Lögð er áhersla á að varðveita undirstöðuþekkingu í hverri námsgrein ásamt efnisfræði og þáttum úr sögu greinarinnar. Jafnframt er leitast við að opna augu nemenda fyrir samræmi lita og forma og gildi góðrar hönnunar í allri framleiðslu. Kappkostað er að varðveita gömul íslensk vinnubrögð og finna þeim stað í nútímanum. Nemendur sem þess óska fá vottorð um nám í skólanum og hafa fengið það viðurkennt sem þátt í námi í framhaldsskólum, sem aukna fagþekkingu í starfi og fá yfirleitt endurgreiddan hluta námskeiðskostaðar hjá stéttarfélögum.

Heimilisiðnaðarskólinn hefur á að skipa fjölmennu liði áhugasamra og vel menntaðra kennara sem vinna eftir fyrirfram gerðum kennslumarkmiðum sem eru í fullu samræmi við heildarmarkmið skólans. Nemendafjöldi á hverju námskeiði er að jafnaði 6 til 8 nemendur. Öll helstu áhöld og verkfæri eru í eigu skólans."

Það er því um að gera að mæta á prjónakaffið á fimmtudaginn, kynnast skólanum og hitta skemmtilegt fólk. Að ekki sé talað um að fá sér eitthvað gott í gogginn!!

Fr.Kr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband