27.9.2009 | 22:26
1. október
er næsta prjónakaffi. Þá ætlar Elín Einarsdóttir að hafa kynningu. Elín heldur úti heimasíðunni www.prjonakona.com. Þar er m.a. netverslun þar er hægt að fá ýmislegt tengt prjónum og prjónaskap.
Elín var fyrst að flytja inn KnitPro prjónana sem eru að tröllríða öllum prjónaheiminum í dag.
Hún hefur verið með prjónanámskeið. M.a. hefur hún verið að kenna hvernig hægt er að prjóna tvo hluti í einu á einn langan hringprjón, þetta er skemmtileg aðferð sem hentar vel til að prjóna sokka, vettlinga, handstúkur, ermar o.fl. Í haust mun hún bjóða upp á fleiri prjónanámskeið
Það verður spennandi að heyra í Elínu og gaman að hitta kátar prjónakonur og karla ef einhver birtist!!
Freyja Kr.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:30 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.