Prjonakaffi í desember

Nú líður að næsta prjónakaffi.  Það verður eins og venjulega fyrsta fimmtudag í desember þ.e.  þann 3. 12.  kl. 20:00.  Minnum líka á að Amokka opnar kl. 18:30 með léttar veitingar fyrir þær sem vilja hittast fyrr.

prjonadagarÍ þetta sinn verður dagskráin tvískipt.    

Kristín Harðardóttir mun kynna nýja prjónabók  sem hún gefur út, Prjónadagar.  Bókin  er með dagatali og einni uppskrift fyrir hvern mánuð.  Kristín gefur ýmislegt fleira út sem hún segir okkur væntanlega frá.  Hún er með heimasíðu:  http://internet.is/kh/

 

Jólatréskraut

Síðan er það verkefnið fyrir alla gesti prjónakaffisins.Við bjóðum og biðjum alla sem geta og vilja að koma með heima- og handgert jólatréskraut.   Við munum koma með jólatré í Amokka  og vonumst til að þið skreytið það með ykkar hlutum og að við þannig getum skipst á hugmyndum og fengið að njóta fallegra hluta.

prjonakaffi-72-1mprjonakaffi-72-1mprjonakaffi-72-1mprjonakaffi-72-1mprjonakaffi-72-1mprjonakaffi-72-1m

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband