2.12.2009 | 01:35
Jólatréskraut.
"Viltu sýna mér þitt jólatréskraut og ég skal sýna þér mitt" sagði 8 ára drengur við vin sinn þegar hann var að þæfa jólakúlu til að hengja á jólatréð.
Minnum á að það er einmitt eitt af því sem við ætlum að gera á næsta prjónakaffi, n.k. fimmtudag. Við hvetjum alla til að kíkja í jólakassana sína og koma með handgert jólatréskraut. Það er mjög gaman að sjá hvað hinir eru að gera og það er líka gaman að sýna sitt. Það verður spennandi að sjá úrvalið.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 01:39 | Facebook
Athugasemdir
Sælar.
Minnum á að við lokum ekki á fimmtudögum, það er opið frá kl 8:00 á morgnana til 22:00 þá daga sem prjónakaffið er.
Endilega að fá ykkur til okkar upp úr kl 18:00 til að þyggja léttar veitingar.
Bestu kveðjur og hlakka til að sjá ykkur
Kv
Kalli og María Rós
Karl Ragnarsson (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 20:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.