Prjónakaffið verður fimmtudaginn, 6. júní kl. 20

Prjónakaffið verður eins og venjulega fyrsta fimmtudaginn í mánuði, næst er það 6. júní kl. 20:00 - 22:00 í Café Meski, Fakafeni 9.

Marianne Guckelsberger mun mæta með rokk, snældu, fíber og garn og ræða um listina að spinna.
  

DSC_0064

Prjónakaffið 7. mars 2013

Prjónakaffið er í kvöld, í Cafe Meskí, Fákafeni 9, 108 Reykjavík, kl. 20:00

Við ætlum að segja ögn frá viðburðum sem haldnir verða í tilefni þess að Heimilisiðnaðarfélagið ér 100 ára í ár.

Prjónakaffið er fyrir alla, konur og karla, félagsmenn og aðra gesti - alla sem hafa áhuga á prjónaskap og öðru handverki eða eru bara forvitnir um það.


2013 - prjónakaffið á Café Merskí

Fyrsta prjónakaffi ársins er fimmtudag 3. janúar á Café Merskí.

Heimilisiðnaðarskólinn verður kynntur og munu kennarar mæta og sýna handverk sem kennt verður á vorönn. Þjóðbúningasaumur, allar gerðir af útsaumi, fjölmörg námskeið í prjóni, hekli, rússnesku hekli, skírnakjólar, orkering, spjaldvefnaður, vefnaður, leðurvinna, tálgun, tóvinna, spuni og margt margt fleira. Kynningin á skólanum gerði mikla lukku í fyrra.

Prjónakaffið er kl. 20:00 - 22:00, Þeir sem vilja geta komið fyrr og fengið sér léttan verð á vægu verði!

Það eru allir alltaf velkmnir í prjónakaffi - félagsmenn sem og allir aðrir sem hafa á huga á prjónaskap og öðru handverki. Hlökkum til að sjá ykkur!!


prjónakaffið í desember ....

.... verður eins og alltaf 1l fimmdag mánaðarins, þann 6. des.  Kl. 20:00

Það er Gunnar Helgason leikari sem kemur og les uppúr nýju bókinni sinni; Aukaspyrna á Akureyri.

Þeir sem vilja mæta snemma geta fengið sér eitthvað gott að borða,: kjúklingasalat, lasagna með salati, grænmetisbaka og panini með mozzarella og rauðlauk og léttu salati. Verði er stillt í hóf svo það ætti eitthvað að höfða til allra; Svo eru að sjálfsögðu kökur og gott kaffi.

Sjá staðsetninguna hér  

Hlökkum til að sjá ykkur, Kveðja Alma og Lilja


Prjónakaffið flytur.

Kæru prjónavinir.

Það er nú svo að prjónakaffið mun flytja úr Cafe Atlanta, og viljum við þakka Gauki kærlega fyrir hans góðu móttökur.

Næst þegar við hittumst verður það hjá stelpunum í Café Merski í Fákafeni 9 Reykjavík. Þær ætla að hafa fjölbreyttan mat í boði fyrir þá sem mæta snema,: kjúklingasalat, lasagna með salati, grænmetisbaka og panini með mozzarella og rauðlauk og léttu salati. Verði er stillt í hóf svo það ætti eitthvað að höfða til allra; Svo eru að sjálfsögðu kökur og gott kaffi

Hlökkum til að sjá ykkur,

Kveðja

Alma og Lilja

 


1. nóv. 2012 - nýtt prjónakaffi

x

 Það er hún Kristín Harðardóttir sem kemur í prjónkaffið í nóvember og kynnir nýju prjónbókina sína, Vettlingabókin, Gamlir og nýir vettlingar.

Prjónakaffið byrjar kl. 20:00 og húsið opnar kl. 18:00. Þá er boðið upp á súu og brauð, og kannski eru fleiri tilboð.

Staðsetning er: CAFE ATLANTA í Hlíðarsmára

 


prjónakaffið í október 2012....

.... er auðvitað eins og alltaf 1. fimmtudag mánaðarins, þann 3. okt. 

Staðsetning er: CAFE ATLANTA í Hlíðarsmára Kópavogi. Húsið opnar kl. 18:00, þá er hægt að fá sér eitthvað gott að borða.  Prjónakaffið byrjar svo kl. 20:00 og kynning skömmu skíðar.

Það er Bjargey Ingólfsdóttir iðjuþjálfi kynnir hönnun sína á púðum sem heita BARA 123 og ýmsu fleiru sem er til stuðnings og bætir heilsu og eykur vellíðan. (www.bara123.is)

Það eru allir alltaf velkomnir í prjónakaffið. 

 


Prjónakaffið 6. september

Á prjónakaffinu n.k. fimmtudag (6. sept) munum við kynna Heimilisiðnaðarskólann og námskeiðin sem haldin verða þar á haustönninni.

Frjáls útsaumur, baldering,  rússneskt hekl,  orkering, skírnakjólar og margt margt fleira sem kennt er í Heimilisiðnaðarskólanum verður kynnt. Kennarar mæta á staðin og sýna handverk. Sjón er sögu ríkari. Matur og tilboð að hætti hússins.

Staðsetning er: CAFE ATLANTA í Hlíðarsmáranum.  Húsið opnar kl. 18:00 og prjónakaffið hefst kl. 20:00

Hlökkum til að sjá ykkur

Alma og Lilja


Prjónakaffi 5 júlí 2012.

Prjónakaffið er aftur komið í Hlíðarsmárann. Prjónakaffið hefst kl. 20:00 en húsið opnar kl.18.00 svo hægt er að fá sér að borða (eins og var á Amokka)

Heimilisiðnaðarfélag Íslands býður alla áhugasama velkomna í prjónakaffi í Cafe Antlanta í Hlíðarsmára, Kópavogi,

Það er Hélène Magnússon, Prjónakerling, sem kynnir "göngu- og prjónaferðir" sem hún skipuleggur í samstarfi við Íslenska Fjallaleiðsögumenn. Hún endar ferðina Prjónað um Víkingaslóð með okkur á prjónakaffi ásamt hópi prjónakvenna frá ýmsum löndum. Þema ferðarinnar var íslenskt blúnduprjón

Hélène mun nota tækifærið til að kynna einnig fyrir okkur *Love Story bandið* sem er einstaklega mjúkt og fínt íslenskt eingirni hannað af henni til að gera það allra besta úr íslensku ullinni.Ullin er í náttúrulegu sauðalitunum.

sjol

Munið að prjónakaffi er alltaf fyrsta fimmtudag í mánuði.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Nefndin


Prjónakaffið flytur

Við viljum vekja athygli á að prjónakaffi Heimilisiðnaðarfélags Íslands, flytur aftur í Hlíðarsmára í Kópavogi. Kaffihúsið heitir; Cafe Atlanta og er á sama stað og Amokka var.

Áfram verður sami háttur hafður á með mat, kaffi og kökur. Það verða tilboð í gangi.

Vonumst til að sjá sem flesta og bið ykkur um að láta boð út ganga um þessa breytingu.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband