4.6.2012 | 22:13
Prjónakaffi 7.júní 2012
er eins og undanfarið í Amokka, Borgartúni 21a Húsið er opið kl. 18 og tilvalið að fá sér að borða en kynningin byrjar kl. 20:00.
Nú ætlar Ásdís Birgisdóttir að koma og kynna fyrir okkur Norræna prjónaráðstefnu -det Nordiske Strikkesymposium- sem verður í Borgarnesi 6. 11. ágúst 2012 undir yfirskriftinni Íslenskt prjón í fortíð og nútíð Það er prjónablaðið Lopi og band (www.lopiogband.is) skipuleggur Norræna prjónaráðstefnu Gavstrik árið 2012.
Ráðstefnan er haldin til skiptis á norðurlöndunum í litlum bæjum eða þorpum. Gavstrik (www.gavstrik.dk) eru grasrótarsamtök prjónaáhuga- og fagfólks og voru stofnum fyrir rúmlega 20 árum.
Eins og venjulega er ýmislegt góðgæti á borðstólnum því Karl og María bregðast ekki .
Hlökkum til að sjá sem flesta. Nefndin.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2012 | 01:45
Prjónakaffi í maí
Það er að koma að næsta prjónakaffi og því eitthvað til að hlakka til.
Fimmtudaginn 3. maí kl. 20:00 - 22:00 verður það í Amokka í Borgartúni 21a. María og Kalli munu sjá um veitingarnar hvort sem er kaffi og kökur eða léttan málsverð sem þau bera fram fyrir prjónakaffið.
Tinna Þórudóttir Þorvaldsdóttir er nú komin frá Kúbu og kemru kemur og kynnir bókina sína: Þóra heklbók. Bókin var gefin út 2011 og í henni eru margar skemmtilegar hekluppskriftir!
4.4.2012 | 20:10
Prjónakaffi í APRÍL. 12. apríl 2012.
Vinsamlega hjálpið okkur að láta þetta berast, sérstakl. til þeirra sem eru illa nettengdir. Það er svo leiðinlegt ef einhver fer fíluferð..........
Við viljum minna á að, eins og fram kom á síðasta prjónakaffi, þá eru frávik í tímsetningu á prjónakaffi í apríl n.k. 1. fimmtudag ber upp á skýrdag og þá er lokað í Amokka, eina fríið á árinu sem þau fá þar. Prjónakaffið í apríl verður því fimmtudaginn 12. 4. 2012, í Amokka Borgartúni 21a, kl. 20:00 -22:00.
Kynnir kvöldsins er Sverrir. Hann er höfundurinn að prjonamunstur.is. Það er prjónaforrit þar sem auðvelt er að hanna sitt eigið mynstur á peysur. Sverrir mun kynna forritið og kenna á það. Hann verður með okkur allt kvöldið og það geta allir sem vilja komið með fartölvurnar sínar og lært á forritið.
Karl og María töfra fram eitthvað gómsæt og gott eins þeim einum er lagið. Við erum öll velkomin að koma snema ef við viljum borða. Hlökkum til að hitta ykkur.
Menning og listir | Breytt 30.4.2012 kl. 01:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2012 | 23:19
Prjónakaffið 1. mars 2012.
Það er að koma að næsta prjónakaffi.
Þetta er í annað sinn sem við verðum í Amokka í Borgartúni 21a. Í fyrstu tilrauninni komu fram nokkrir hnökrar, sem Kalli og María í Amokka hafa verið að finna lausn á. Nú eru þau búin að setja upp stórt sjónvarp í þann hluta kaffihússins sem ekki sá skjámyndirnar saman. Þetta er allt hægt að tengja saman svo nú sjá allir væntanlega allt!! Þau hafa líka verið að bæta lýsinguna til að gera handavinnuumhverfið enn betra.
Það er Tinna Þórudóttir Þorvaldsdóttir sem kemur og kynnir bókina sína: Þóra heklbók. Bókin var gefin út 2011 og í henni eru margar skemmtilegar hekluppskriftir!
Hlökkum til að sjá ykkur.
30.1.2012 | 22:20
Matseðillinn
Það er kominn matseðill fyrir prjónakaffið á fimmtudaginn - munið að nú er það í Borgartúni 21a - í Reykjavíkinni.
Matseðill kvöldsins er:
- Rjómalöguð tómatbeikonsúpa með hvítlauk, grænmeti og nýbökuðu brauði
- Parmesanbökuð kjúklingabringa með piparsveppasósu, bökuðum kartöflum og fetasalati.
- Hunangs og mangó bökuð Ýsa með lime jógurtsósu, sweet chili grænmeti og kryddgrjónum.
- Döðlukaka með bananarjóma og pekanhnetubræðingi að hætti Maríu.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2012 | 23:57
Prjónakaffið flytur
Vegna breytinga í Kópavoginum verða breytingar hjá PRJÓNAKAFFINU.
Næsta prjónakaffi verður því í AMOKKA Í BORGARTÚNI 21a. Þar ætlum við að hittast næst 2. febrúar kl. 20:00
Þar er opið til kl. 22:00 og þa er hægt að fá sér gott að borða fyrir prjónakaffið.
Í prjónakaffinu þann 2. febrúar mun Bergþóra Eiríksdóttir kynna bókina sína: "Móra - bók sem jarmar", Móra hefur fengið hlýlegar móttökur um allt land. Hér er á ferðinni prjónauppskriftabók í fremur óhefðbundnum stíl, þar sem íslenskur lopi er í aðalhlutverki.
5.1.2012 | 02:28
Matseðillinn frá Amokka fyrir kvöldið
Daginn og gleðilegt nýtt ár. Það sem við bjóðum í kvöldverð er eftirfarandi:
- Súpa kvöldsins: Rjómalöguð púrrulaukssúpa með nýbökuðu brauði og smjöri.
- Aðalréttir kvöldsins:
- Steinbítssteik með ananaspiparsósu hvítlauksnúðlum og ristuðum sweet chili kartöflum.
- Ostafyllt tortelline með hunangs og dijon ristuðum kjúklingastrimlum og fersku salati.
- Kaka drottningarinnar í eftirrétt er: Hrákaka með ferskum ávöxtum og rjóma
4.1.2012 | 01:40
Prjónakaffi 5. janúar n.k.
Gleðilegt ár og takk fyrir allar ánægjustundirnar í prjónakaffinu og annarsstaðar á liðnu ári.
Nú líður að næsta prjónakaffi. Þá munum við kynna námsskrá Heimilisiðnaðarskólans á vorönn. Það ætla nokkrir kennarar skólans að mæta og sýna það handverk sem þeir vinna og kenna.
Eins og venjulega er ýmislegt góðgæti á borðstólnum því Karl og frú þau bregðast ekki. Á matseðlinum mun verða ljúffengur fiskréttur og annað gott til að vega upp á móti jólasteikinni. Jólabjórinn verður á tilboði kr. 650.- í tilefni af að nú er fjórða árið okkar að byrja.
Hlökkum til að sjá ykkur allar. Það er um að gera að taka með sér vini og kynna fyrir þeim þetta skemmtilega prjónakaffi!!!
25.11.2011 | 13:28
Prjónakaffi 1. desember 2011
Prjónakaffi í Amokka, Hlíðarsmára í Kópavogi kl. 20:00
Ásdís Birgisdóttir og Margrét Linda Gunnlaugsdóttir munu kynna nýju prjónablöðin sín Lopi og band. Fyrra blaðið kom út í ágúst og gerði mikla lukku, nýja blaðið er barnablað og er væntanlegt í byrjun desember.
Kalli og María hafa sent okkur eftirfarandi seðil.
1.Rjómalöguð aspassúpa með nýbökuðu brauði.
2. Ofnbakað lasagne með pipar, basil og hvítlaukskotasælu ásamt fersku salati.
3. Hvítlauksristuð kjúklingabringa með beikoni mildri Dion sósu, ostafylltu tortelini og sweet chili ristuðu grænmeti
Kaka dagsins er:Kókos marens með súkkulaðibitum og kanil eplarjóma.Tilboð á jólabjórnum í ár 0,5 ltr @ 650 kr.
Munið að taka með ykkur gesti og góða skapið.
Nefndin.
Menning og listir | Breytt 29.11.2011 kl. 00:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2011 | 23:15
Matseðillinn á prjónakaffinu næsta fimmtudag
Í boði verður:
- Karrí kókós súpa með grænmeti og nýbökuðu brauði.
- Hvítlauksristaðir kjúklingastrimlar með beikon, sveppum og tortelini borið fram með mildri sveppasósu.
- Steiktur hamborgari með osti, rauðlauk og BBQ sósu ásamt grænmeti, fersku salati og bakaðri kartöflu.
Kaka dagsins:
- Súkkulaðimús með berjasósu og rjóma
Hlökkum til að sjá sem allra flesta.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)