Jurtalitun

Það verða Sigrún Helgadóttir og Þorgerður Hlöðversdóttir sem halda kynningu á prjónakaffinu þann 6. maí.   

Í 13 ár hafa þær prófað sig áfram í jurtalitun og safnað í sarpinn þekkingu, hugmyndum og reynslu. Nú eru þær að leggja lokahönd á bók um jurtalitun sem kemur út nú á vordögum.

Með því vilja þær koma á prent hagnýtum leiðbeiningum um jurtalitun og kenna aðferðir sem byggja á gömlum hefðum en taka mið af nútíma þekkingu, aðstæðum og náttúruvernd.

Á pjónakaffinu munu þær segja í stórum dráttum frá innihaldi og uppbyggingu bókarinnar og sýna afrakstur af jurtalitunartilraunum.

 

Munið að Amokka býður upp á léttann málsverð fyrir prjónakaffið.  Matur er framreiddur kl. 18:00-19:30.  Eftir það er selt kaffi og meðlæti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband