Færsluflokkur: Menning og listir

Jólatréskraut.

"Viltu sýna mér þitt jólatréskraut og ég skal sýna þér mitt" sagði 8 ára drengur við vin sinn þegar hann var að þæfa jólakúlu til að hengja á jólatréð.

Minnum á að það er einmitt eitt af því sem við ætlum að gera á næsta  prjónakaffi, n.k. fimmtudag.  Við hvetjum alla til að kíkja í jólakassana sína og koma með handgert jólatréskraut.  Það er mjög gaman að sjá hvað hinir eru að gera og það er líka gaman að sýna sitt.  Það verður spennandi að sjá úrvalið.


Prjonakaffi í desember

Nú líður að næsta prjónakaffi.  Það verður eins og venjulega fyrsta fimmtudag í desember þ.e.  þann 3. 12.  kl. 20:00.  Minnum líka á að Amokka opnar kl. 18:30 með léttar veitingar fyrir þær sem vilja hittast fyrr.

prjonadagarÍ þetta sinn verður dagskráin tvískipt.    

Kristín Harðardóttir mun kynna nýja prjónabók  sem hún gefur út, Prjónadagar.  Bókin  er með dagatali og einni uppskrift fyrir hvern mánuð.  Kristín gefur ýmislegt fleira út sem hún segir okkur væntanlega frá.  Hún er með heimasíðu:  http://internet.is/kh/

 

Jólatréskraut

Síðan er það verkefnið fyrir alla gesti prjónakaffisins.Við bjóðum og biðjum alla sem geta og vilja að koma með heima- og handgert jólatréskraut.   Við munum koma með jólatré í Amokka  og vonumst til að þið skreytið það með ykkar hlutum og að við þannig getum skipst á hugmyndum og fengið að njóta fallegra hluta.

prjonakaffi-72-1mprjonakaffi-72-1mprjonakaffi-72-1mprjonakaffi-72-1mprjonakaffi-72-1mprjonakaffi-72-1m

Næsta prjónakaffi er á fimmtudaginn (5.nóv.)

prjonahettan

Prjónahettur

Það er Ebenezer Bárðarson sem hefur kynningu á næsta prjónakaffi. Hann býr til fallega smáhluti úr tré sem tengjast prjónum og prjónaskap.  Það verður spennandi að sjá 

prjonahetta


Myndir

Það voru u.þ.b. 140 manns á síðasta prjónakaffi.  Eins og alltaf ríkti gleði og gaman. Og vinnusemi.  Það m.a. má sjá á myndunum sem ég setti inn áðan, bæði frá prjónakaffinu í október og september s.l.

Njótið vel

myndir 157     prjonakaffi (1)


Meinleg villa í netpóstsendingum

Klaufaskapurinn eltir mig þessa dagana.  Eins og venjulega var send á póstlista prjónakaffisins auglýsing fyrir næsta prjónakaffi.  Það fór óvart  gömul auglýsing í loftið. 

Það var auðvitað leiðrétt með nýrri auglýsingu.  En þá vildi ekki betur til en svo að í henni var meinleg vill.  Veffangið er rangt skrifað hjá mér.  Það á að vera www.prjonakona.com    Ég vona að sem flestir sjái þetta.  Alla vega leiðréttist það á prjónakaffinu næst.

Hlakka til þess

Fr.Kr


1. október

er næsta prjónakaffi.  Þá ætlar Elín Einarsdóttir að hafa kynningu.  Elín heldur úti heimasíðunni www.prjonakona.com.   Þar er m.a. netverslun þar er hægt að fá ýmislegt tengt prjónum og prjónaskap.

Elín var fyrst að flytja inn KnitPro prjónana sem eru að tröllríða öllum prjónaheiminum í dag.  

Hún hefur verið með prjónanámskeið.  M.a. hefur hún verið að kenna hvernig hægt er að prjóna tvo hluti í einu á einn langan hringprjón, þetta er skemmtileg aðferð sem hentar vel til að prjóna sokka, vettlinga, handstúkur, ermar o.fl.  Í haust mun hún bjóða upp á fleiri prjónanámskeið

Það verður spennandi að heyra í Elínu og gaman að hitta kátar prjónakonur og karla ef einhver birtist!!  Wink  Tounge  Smile   

Freyja Kr. 

 


Kæru prjónavinir

Nú er að koma að nýju prjónakaffi, alltaf 1. fimmtudag í mánuði svo það verður nú þann 3. september.  Skólanefndin hjá Heimilisiðnaðarfélaginu ætlar að kynna fyrir okkur þau fjölbreyttu námskeið sem hún stendur fyrir.

Svo er auðvitað kaffið og kökurnar hjá Amokka.  Og ekki síst að vertarnir þar  opna strax kl. 18 og eru með mat fyrir þá sem vilja. 

Setti inn myndir frá síðasta prjónakaffi þegar Ragnheiður frá Prjónaprjón kom og hitti okkur. Það má sjá á þeim að eins og venjulega var þar allt fullt af prjónandi konum að gera fallega hluti.

Fr.Kr. 


Prjónakaffið 3. sept. n.k.

Á næsta prjónakaffi mun skólanefnd Heimilisiðnaðarfélagsins mæta og kynna námskeið á vegum Heimilisiðnaðarskólans.  Sá skóli heldur mjög fjölbreytt og skemmtileg handverksnámskeið.  Á heimasíðu HFÍ segir um skólann:   

"Heimilisiðnaðarskólinn er rekinn af Heimilisiðnaðarfélagi Íslands og var stofnaður haustið 1979. Hann er handmenntaskóli sem skipuleggur markvisst nám í mörgum greinum heimilisiðnaðar, handmennta og listar.

Lögð er áhersla á að varðveita undirstöðuþekkingu í hverri námsgrein ásamt efnisfræði og þáttum úr sögu greinarinnar. Jafnframt er leitast við að opna augu nemenda fyrir samræmi lita og forma og gildi góðrar hönnunar í allri framleiðslu. Kappkostað er að varðveita gömul íslensk vinnubrögð og finna þeim stað í nútímanum. Nemendur sem þess óska fá vottorð um nám í skólanum og hafa fengið það viðurkennt sem þátt í námi í framhaldsskólum, sem aukna fagþekkingu í starfi og fá yfirleitt endurgreiddan hluta námskeiðskostaðar hjá stéttarfélögum.

Heimilisiðnaðarskólinn hefur á að skipa fjölmennu liði áhugasamra og vel menntaðra kennara sem vinna eftir fyrirfram gerðum kennslumarkmiðum sem eru í fullu samræmi við heildarmarkmið skólans. Nemendafjöldi á hverju námskeiði er að jafnaði 6 til 8 nemendur. Öll helstu áhöld og verkfæri eru í eigu skólans."

Það er því um að gera að mæta á prjónakaffið á fimmtudaginn, kynnast skólanum og hitta skemmtilegt fólk. Að ekki sé talað um að fá sér eitthvað gott í gogginn!!

Fr.Kr.


Prjónakaffið í kvöld

Það er auðvitað prjónakaffi í kvöld, eins og alltaf 1. fimmtudag í mánuði. Vonandi hafa sem flestirprjoniprjon fengið netpóstinn um það. 

Það er Ragnheiður Eiríksdóttir sem kemur og hefur kynningu í kvöld. Hún er annar höfunda Prjónaprjóns og ætlar að kynna þá bók og líka aðra sem búast má við með haustinu. 

En ég er hætt þessu nú - ætla að drífa mig upp í Amokka og fá mér eitthvað gott að borða og vona að ég hitti sem allra flestar skemmtilegar konur

Fr.Kr.


Prjónakaffi í júlí

Það er alveg ljóst að ég er lélegur bloggari og þarf að tileinka mér þennan miðil betur.  Nú er enn komið að prjónakaffi og ég rétt búin að gleyma mér.

Það eru Hildur og Oddný í Þjóðbúningastofu sem koma næst.  Þær ætla að kynna bók sem þær gáfu út nýlega en var fyrst gefin út 1878.  Bókin heitir UM ÍSLENSKAN FALDBÚNING MEÐ MYNDUM eftir Sigurð málara Guðmundsson.  Bókin er um skautbúninginn.   Í bókinni eru mynstur og teikningar eftir Sigurð  málara  sem hann byggði á íslenskri náttúru og þjóðlegum arfi.  

Þær stöllur ætla að koma með skautbúning að því er ég best veit og ýmislegt fleira sem tengist honum og bókinni.

Amokka býður svo að venju upp á léttan mat á vægu verði fyrir prjónakaffið.  Maturinn er framborinn kl. 18.00 - 19:30.  Eftir það er selt kaffi og meðlæti

Hlökkum til að sjá sem allra flesta  Smile  Grin

Freyja Kristjánsdóttir

Funda og fræðslunefnd F&F

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband