Færsluflokkur: Menning og listir
2.6.2009 | 00:50
Prjónakaffið í júní
Tíminn líður eins og óð fluga og nú er enn komið að nýju prjónakaff. Frábært!!
Þann 4. júní ætlar Ásdís Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Textilseturs Íslands á Blönduósi að kynna starfsemi þess. Meginhlutverk Textilsetursins er að efla rannsóknir og menntun á íslenskum textiliðnaði og handverki. Það verður fróðlegt að heyra meira um starfsemi Textilsetursins n.k. fimmtudag.
Eins og fyrr hefur komið fram stendur prjónakaffið yfir kl. 20:00 - 22:00. Eigendur Amokka opna húsið sérstaklega fyrir okkur þessi fimmtudagskvöld sem er alveg frábært fyrir okkur. Við greiðum ekkert fyrir aðstöðuna en gerum ráð fyrir gestir fái sér kaffi og kannski með því eins og annars þegar maður heimsækir kaffihús.
Ég minni á að nú býður Amokka upp á léttan kvöldverð fyrir prjónakaffið. Matur verður afgreiddur frá kl 18 - 19.30, eftir það er selt kaffi og meðlæti.
Hlökkum til að sjá ykkur F&F
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 00:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2009 | 17:51
Prjónakaffið í kvöld.
Nú er ég alls ekki að standa mig. Ég átti auðvitað að vera búin fyrir löngu að skrifa um prjónakaffið í kvöld hér inn á. Reyni að gera betur næst..
Íslensk sjónabók.
Margrét Valdimarsdóttir, ætlar að kynna Íslenska sjónabók sem Heimilisiðnaðarfélagið gaf út nýlega, í samvinnu við Listaháskólann og Þjóðminjasafnið. Í bókinni er safn tíu íslenskra sjónabókahandrita frá 18. og 19. öld. Það er allra þeirra sem viðtað er.
Samveran með skemmtilegu fólki, góð kynning og frábæru veitingarnar verða auðvitað á sínum á Amokka, saman er ávísun á gott kvöld. Hlakka til.
Freyja, F&F
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2009 | 20:22
Myndir frá Stykkishólmi
Það er búið að setja inn myndir frá ferðinni í Stykkishólm. Það þarf að velja "myndaalbúm" vinstra megin á síðunni.
Það eru margar skemmtilegar myndir þarna. Njótið.
27.4.2009 | 20:09
Ferð í Stykkishólm.
Funda og fræðslunefnd HFÍ stóð fyrir ferð í Stykkishólm 23. apríl s.l. Þátttakan var fram úr öllum vonum. Hvert einasta sæti var skipað og raunar hafði þurft að hafna nokkrum. Okkur var því nokkuð brugðið þegar ferðalangar voru að safnast í Nethylinn að það mættu nokkuð fleiri en nefndin hafði búist við. Það var auðvitað allt tölvunum að kenna!! Nokkrar skráningar höfðu ekki skilað sér alla leið til nefndarinnar. Bílstjórinn leysti þetta með frábærum hætti. Hann hringdi út félaga sinn, skipti út rútunni og kom með tvær í staðinn!! Allir tóku þessum töfum með stóiskri ró, og klukkan var orðin 9:15 þegar hópurinn, um 60 manns, lagði af stað vestur í Stykkishólm.
Í Stykkishólmi heimsóttum við marga staði. Við komum við í gallerýum og borðuðum góðan í Narfeyrarstofu. Við skoðuðum norska húsið, fengum leiðsögn um bæinn og fórum í vatnasafnið. Kvenfélagið bar fram fyrir okkur kaffi og meðlæti í Freyjulundi. Við stoppuðum við hjá bjórframleiðanda í bænum og smökkuðum hans veigar. Við enduðum svo í Bjarnarhöfn. Þar fengum við frábæra leiðsögn hjá Hildibrandi bónda. Hann sagði okkur fyrst margt merkilegt um kirkjuna og altaristöfluna þar. Þaðan fórum við að minjasafnið og fengum að smakka á hákarli og brennivíni!!Ferðin tókst mjög vel. Meira að segja veðrið var gott mesta allan daginn þrátt fyrir frekar lélega veðurspá. Klukkan var að verða hálf tíu um kvöldið þegar við rendum inn í Reykjavík eftir góðan dag.
Takk fyrir samfylgdina þennan dag, kæru ferðafélagar.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2009 | 21:31
Vel lukkað prjónakaffi
Síðast liðið fimmtudagskvöldið áttum við, ca. 120-130 konur, mjög svo ánægjulega stund á Amokka.
Maturinn góður, meiriháttar konur, góður matur og frábært innlegg hjá hjá Dögg sem starfar í Kópavogsdeild Rauðakrossins.
Við auglýstum ferð, sem við í fundar og fræðslunefnd stöndum fyrir vorferð á vegum Heimilisiðnaðarfélagsins, ferðinn verður farinn 23 apríl þ.e. fimmtudagur. Lagt veður af stað frá Nethyl 2E, kl 9 að morgni. Ekið í Stykkishólm með einu stoppi,þar verður borðað og síðan verður Norska húsið skoðað, gengið með leiðsögn um staðinn, farið í gallerí og Vatnasafnið, þegar ekið verður heim á leið munum við stoppa í Bjarnarhöfn skoða kirkju, safn og fá okkur hákarl og brennivín Síðan verður ekið heim á leið. Nánari útfærsla verður sett inn á síðuna um leið og allt liggur fyrir. Verð hugmynd er kr.7000.- en endanlegt verð verður reiknað út í ferðinni þannig að verðið getur lækkað( fer eftir fjölda þátttakenda).
Ferðin er opinn fyrir alla sem vilja taka þátt. Í fyrra var rosalega gaman.
Sendið netpóst á netfang Heimilisiðnaðarfélagsins til að skrá ykkur. Það er betra að bóka sig fyrr en seinna.
Hlökkum til að sjá ykkur. kveðja funda og fræðslunefnd.
Menning og listir | Breytt 26.4.2009 kl. 02:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2009 | 13:38
Prjónakaffi í april.
Takk fyrir síðast, þetta verður bara betra og betra. Stólum hefur fjölgað í 170 þannig að allir fengu sæti síðast. Það hefur mælst mjög vel fyrir að hægt sé að mæta snemma og fá sér að borða í notalegheitum áður en en prjónakaffið byrjar. Konur hafa talað um að maturinn sé mjög góður og er ég fyllilega sammála. Svo getur maður fengið sér kaffi og köku í eftirrétt Til stóð að Ragnheiður Eiríksdóttir kæmi og kynnti bókina sína Prjónaprjón, en svo óheppilega vildi til að hún veiktist og gat því ekki mætt. Ég vona að við getum bætt úr því seinna.
Í apríl verður kynning, frá Kópavogsdeild Rauða krossins, "FÖT SEM FRAMLAG" ríflega 50 sjálfboðaliðar hjá deildinni sinna þessu verkefni. Sjálfboðaliðarnir sauma og prjóna ungbarnaföt fyrir börn og fjölskyldur í neyð í Afríku. Rauði krossinn er með prjónahóp sem hittist einu sinni í mánuði og prjónar fyrir þá.
Dögg Guðmundsdóttir verkefnastjóri mun kynna þetta verkefni sem er þrískipt og mjög spennandi.
Það verður gaman að hittast í apríl, við í funda og fræðslunefnd hlökkum til.
3.3.2009 | 23:17
Prjónaprjón
Á síðasta prjónakaffi var mjög gaman. 170 konur mættu og nutu kvöldsins saman. Margar nýttu sér lengri opnunar tíma og mættu á staðinn kl 18. Konurnar fengu sér léttan kvöldverð en formlega byrjaði prjónakaffið kl 20. Þuríður Einarsdóttir kom og kynnti Handprjónasambandið og var góður rómur gerður að því.
Næsta prjónakaffi er á fimmtudagskvöldið 5.mars og mun Ragnheiður Eiríksdóttir kynna prjónabók sem hún og vinkona hennar hafa gefið út. PRJÓNAPRJÓN
Við hlökkum til að sjá ykkur allar. Ath húsið opnar kl 18 og verður seldur matur fyrir þær sem það vilja. Alltaf er hægt að fá sér kaffi og góðar kökur með.
24.1.2009 | 21:08
Gleðifréttir/stólafréttir afmælis prjónakaffi næst.
Sælar allar prjónakaffiskonur. Nú hafa heiðurshjónin María og Karl keypt stóla til viðbótar þeim sem fyrir eru. Nú eru sæti fyrir 150 manns á Amokka í Hlíðarsmára. Ekki er vilji að selja inná kaffihúsið. Okkur fannst sjálfsagt að skoða þessa hugmynd, en hún fær ekki hljómgrunn hjá nefndinni frekar en konum sem sækja prjónakaffið. Við teljum að betra sé að óska eftir því að fólk fái sér eitthvað á staðnum. Eigendurnir hafa verið með flott tilboð á 800.-kr og svo verður núna hægt að koma fyrr og fá sér að borða. Þau hafa hugsað sér að vera með opið áfram kl 18 og þá verður hægt að fá sér súpu og brauð eða léttann málsverð fyrir 900-1450 kr. Matur verður afgreiddur frá kl 18 - 19.30 eftir það er selt kaffi og meðlæti.
Við skulum ekki gleyma að ef við þyrftum að leigja sal, þá þyrfti að greiða aðgang sem væri mun hærri en kaffibolli kostar. Nefndin væri þá komin í fjárhagsskuldbindingar sem ekki er möguleiki á að gera. Það er hagur okkar sem sækjum prjónakaffið að hafa góða aðstöðu (einsog við höfum þarna) Og mikilvægt er að allir séu sáttir og ánægðir. Þetta er ekki skemmtilegt umræðuefni en samt algjör nauðsyn að hafa þetta allt uppá borðinu. Við sjáumst hressar á næsta prjónakaffi og njótum kvöldsins saman
Munið Þuríður Einarsdóttir frá Handprjónasambandinu verður gestur okkar næst.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2009 | 13:29
Prjónakaffi í febrúar
Takk kærlega fyrir svöruninna sem við höfum fengið á blogginu. Það er svo ótrúlega gott að fá ykkar sjónarmið því án ykkar væri ekkert prjónakaffi. Haldið áfram að láta í ykkur heyra, við í nefndinni erum mjög lýðræðislegar. Öll svör og allar skoðanir tökum við til skoðunar.
Þá er komið að næsta prjónakaffi, þá koma konur frá Handprjónasambandinu og kynna hvað er í gangi hjá þeim. Það verður gaman, því þær láta lítið fyrir sér fara en voru þó þátttakendur í að koma prjónakaffinu á stað. Það er því er vel til fundið að þær komi til okkar þegar prjónakaffi á tveggja ára afmæli Já ótrúlegt en satt. Tíminn er fljótur að líða og það eru tvö ár síðan fyrsta prjónakaffið var í Iðusalnum. Veit einhver hversu margar konur mættu á staðinn? Gaman væri að vita það.
Amokka ætlar að vera með til sölu Súpu og brauð og einn rétt til dæmis lasagna. Þá mun húsið trúlega opna 18.30. Það er mjög skemmmtilegt að setjast niður með viðnkonum sínum og fá sér eitthvað létt að borða. Verðinu verður stillt í hóf. En meira um það síðar
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2009 | 18:40
Prjónakaffi í Grindavík
Það er gaman að segja frá því að konur í Grindavík eru að byrja með prjónakaffi í kvöld í Flagghúsinu í Grindavík. Prjónakaffið verður fyrsta miðvikudag hvers mánaðar. Ábyrðarmaður er Guðbjörg í Flagghúsinu. Við óskum ykkur hjartanlega til hamingju. ÁFRAM PRJÓNAKONAR