Færsluflokkur: Menning og listir
9.1.2009 | 00:07
Spurning um að greiða fyrir aðgang.
Takk fyrir frábært kvöld það var skemmtilegt. Védís var frábær einsog við var að búast. Það komu milli 160 og 170 konur ( teljum ekki þær sem fóru) sem er líka frábært en því miður vorum við í stólavandræðum þar sem 120 stólar eru í húsinu. Í framhaldi af þessu kom upp hugmynd, að þeir sem koma í prjónakaffi greiði t.d. kr. 200 sem aðgangseyrir að prjónakaffi. Ég kasta þessu fram til að fá að heyra ykkar skoðanir. Það er nauðsynlegt að fjölga stólum og einhvernvegin þarf að leysa það.
Látið nú í ykkur heyra, hvað viljið þið?
Það er líka spurning viljið þið geta mætt um 18.30 og keypt léttann málsverð? Það kostar ca. kr 1300.- Þetta þýðir að hægt er að vera lengur saman. Prjónakaffið byrjar eftir sem áður kl. 20.
Þetta er ekki vandamál, þetta er verkefni sem þarf að leysa. Sjáumst hressar eftir mánuð.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 19:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
8.1.2009 | 14:26
Prjónakvöld
Í kvöld ætlum við að bregða útaf vana og bjóða til sölu bækur frá Ístex. Þeir sem vilja nýta sér það geta greitt með debetkorti en best væri ef greitt er með peningum. Við verðum líka með pöntunarlista bæði fyrir bækur og ullarband (lopa)
Prjónakvöldin eru alltaf í Amokka í Hlíðarsmára ( Atlanta er í sama húsi) og byrjar kl 20.
Sjáumst
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.1.2009 | 22:15
Prjónakaffi 8.janúar 2009
Við í fundar og fræðslunefnd óskum öllum gleðilegs árs og friðar á nýju prjónaári. Þökkum allar góðu samverustundirnar á prjónakaffi kvöldunum okkar á liðnu ári.
Já alltaf hefur verið gaman hjá okkur og þegar það hefur fjölgað svona á prjónakvöldunum sjáum við að prjónakaffi er komið til að vera.
Á fimmtudaginn 8. janúar er fyrsta prjónakvöldið okkar og þá kemur hún Védís Jónsdóttir hönnuður hjá Ístex og kynnir prjónabók sem kom út í haust. Védís er okkur öllum að góðu kunn, hún var hjá okkur í vor og kynnti bókina um einbandið, þessi sem er með fallega kjólnum sem margar ykkar hafa prjónað.
Ég vona að við fyllum húsið einsog venjulega og María og Karl verða örugglega með fullt af góðgæti og kaffið svíkur aldrei.
Sjáumst hressar á fimmtudag kveðja Solveig
Menning og listir | Breytt 6.1.2009 kl. 09:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.11.2008 | 13:49
Öll aðsóknarmet slegin.
Takk fyrir síðast, frábært hvað margir komu. Við töldum 150 manns í salnum en því miður voru ekki stólar fyrir alla. María og Karl eru búin að ganga í málið eins og þeirra er von og vísa og munu fjölga stólum fyrir næsta prjónakaffi. Það verða örugglega næg sæti.
4.desember er næsta prjónakaffi og þá mun hinn vinsæli og frumlegi rithöfundur Hallgrímur Helgason koma og lesa fyrir okkur uppúr nýju bókinni sinni " 10 ráð til að hætta að drepa fólk og fara að vaska upp" ´Bókin hefur fengið frábærar viðtökur og þykir einhver sú skemmtilegasta sem Hallgrímur hefur skrifað. Bókin verður ekki til sölu í prjónakaffinu en Hallgrímur hefur samþykkt að árita bækur ef einhverjir koma með áður keyptar bækur. Flott að nota tækifærið.
Þetta er sko örugglega jólabókin í ár.
Hlökkum til að hittast fundar og fræðslunefnd
5.11.2008 | 13:19
Prjónakaffi í nóvember
Tíminn er fljótur að líða og sem betur fer fyrir þá sem vilja að prjónakaffi sé sinnum 2 í mánuði.
Nú er en komið að því að hittast og næsta fimmtudag þ.e. 6.nóv. verðu gestur okkar vel þekkt kona.
Guðrún Hennele sem á og rekur Storkinn kemur og kynnir fyrir okkur nýjustu stefnur og strauma í prjónahönnun. ROWAN á 30 ára afmæli á þessu ári og hefur gefið út veglegt prjónablað í tilefni þess. Það eru mismunandi þemu, nostalgía, renessans og elegans. Guðrún verður með sýnishorn með sér. Debbie Bliss er sennilega þekktust fyrir prjónabækur með barnapeysum, en hún hannar líka fyrir fullorðna og í haust koma út bækur eftir hana. Debbie er með sérstaka garnlínu og Guðrún kemur með peysur úr grófu tweed garni eftir hana. Þetta er smá sýnishorn af því sem hún verður með.
Karl og María standa vaktina einsog venjulega og verða pottþétt með eitthvað gott í gogginn. Þaau eru líka örugglega búin að fjölga stólum því það má búast við góðri mætingu.
Hlakka til að sjá ykkur allar og kalla ef þeir mæta.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 19:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2008 | 10:32
Harpa Jónsdóttir
Takk fyrir síðast þetta var skemmtilegt kvöld í gærkvöldi. Harpa Jónsdóttir kynnti dásamlegar húfur sem hún bæði hannar og býr til.
Harpa er handavinnukennari að mennt og greinilega hugmyndarík og snjöll kona. Því miður hafði ég ekki nægar upplýsingar um hana til að kynna hana hér á blogginu áður en prjónakaffið byrjaði.
100 konur voru mættar og greinulega nutu þess að vera saman, hlusta á Hörpu og dásama þessar yndislegu húfur sem hún prjónar, þæfir og saumar útí. Myndir koma inn á síðuna seinna.
Harpa er að gefa út bók fyrir jólinn og mun þá kynna sig betur og meðal annars nota húfurnar í það.
30.9.2008 | 15:05
130 konur og 1 karl
Þann 4 september komu 130 hannyrðakonur í Amokka í Hlíðarsmára. Það var glatt á hjalla og okkur í f&f fannst við svífa á bleiku skýji. Það hefur aldrei verið svona vel mætt og finnst okkur þetta vera staðfesting á að PRJÓNAKAFFI er komið til að vera. Veitingar brugðust ekki væntingum okkar frekar en fyrridaginn. Alltaf fínar mótttökur hjá þeim sæmdarhjónum Maríu og Karli.
Jurtalitun var kynnt og fannst mörgum það ákaflega spennandi og stefna á námskeið með haustinu. Litirnir voru bara dásamlegir. Þorgerður veit líka um hvað hún er að tala, hún veit sko allt um jurtalitun.
En nú styttist í næsta prjónakaffi þannig að nú er bara að taka frá fimmtudaginn 2. október. María og Karl ætla að fjölga stólum á staðnum ( það veitir sko ekki af) og örugglega verður eitthvað gómsætt á borðum.
Ég vil nú benda á að við erum ekki að greiða neitt fyrir afnot af salnum eða þjónustu sem þau veita okkur s.s tölvu, skjávarpa og þess háttar, þannig að það eru vinsamleg tilmæli að fólk sjái sér fært að fá sér eitthvað á staðnum ( einsog lang flestir gera) en komi ekki með nesti. Það kostar ekki svo mikið að kaupa coka cola á staðnum.
Hlakka til að sjá ykkur öll bestu kveðjur F&F
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.9.2008 | 14:22
Jurtalitun.
Þá er komið að næsta prjónakaffi, þann 4.september kl. 8.00.
Gestur okkar að þessu sinni er Þorgerður Hlöðversdóttir kennari og deildarstjóri við Ingunnarskóla.
Hún er sérfræðingur í jurtalitunn og hefur kennt við Heimilisiðnaðarskólann. Námskeiðin hafa verið mjög vinsæl og alltaf færri komist að en vildu.
Að venju verður þetta frábæra kökuborð og ekki síðra brauðmeti ásamt kaffi, te eða öðru sem fólk vill drekka. Ég vil benda á að það er hægt að fá sér hvítvíns eða rauðvínsglas ef vill.
Stundum er það bara skemmtileg tilbreyting. Sjáumst hress.
5.8.2008 | 22:05
Prjónakaffi þann 7.ágúst
Við hlökkum til að sjá ykkur allar á næsta prjónakaffi sem er á fimmtudaginn næstkomandi.
Við höfum ekki fengið gest til að kynna eitthvað spennandi núna, það eru allir í sumarfríi sem við erum með á lista. Ef einhver lumar á skemmtilegu efni sem á erindi inn til okkar þá endilega hafið samband við okkur Freyju. Netfang hjá okkur er - freyjakr@simnet.is - eða - solveigthe@gmail.com -
Við erum opnar fyrir öllu mögulegu sem tengist prjónaskap og handverki.
Núna verðum við með fullt af myndum sem teknar hafa verið á þessum vinsælu prjónakvöldum á Amokka. Einsog venjulega verður gott kaffi og æðislegar kökur hjá þeim heiðurshjónum sem opna hús sitt fyrir okkur fyrsta fimmtudag hvers mánaðar.
Ef þið sem þetta lesið eigið myndir frá prjónakaffi og viljið deila því með okkur væri það vel þegið.
21.7.2008 | 21:15
Prjónakaffi í ágúst
Sæl öll sem heimsækja þessa síðu. Ég sem hef verið að skrifa fyrir hönd fundar og fræðslunefndar hef verið fjarverandi og komst ekki í tölvusamband þannig ekkert var bloggað fyrir júlí kaffið.
Hjá okkur fellur ekkert kvöld niður. Ein tilfærsla verður og er það fyrsta prjónakaffið í janúar '09. Næsta kaffi er fyrsta fimmtudag í ágúst þ.e. 7.ágúst. Ekki er ákveðið hvort við fáum fyrirlesara en ef ekki verður myndasýning frá prjónakaffinu. Skrifa meira seinna.