Færsluflokkur: Menning og listir
2.6.2008 | 20:54
Prjónakaffi 5.júní
Nú líður að næsta prjónakaffi sem er fimmtudaginn 5.júní. Áætlað var að Þorgerður Hlöðversdóttir sérgreinakennari og tekstílhönnuður mundi kynna fyrir okkur jurtalitun, en vegna óviðráðanlegra aðstæðna verður að frest kynningu hennar. Hún mun koma seinna, þ.e. með haustinu. Við hlökkum til þess. Í stað kynningar höfum við ákveðið að vera með myndasýningu frá prjónakaffikvöldum.
Við vonum að konur láti það ekki halda sér í burtu," maður er manns gaman" segir máltækið og við látum það bara sanna sig.
Við í fundar og fræðslunefnd höfum margt á prjónunum og erum með langan lista af hugmyndum að kynningum á prjónakvöldum. Við viljum bara geta auglýst, með góðum fyrirvara, til þess að allir sem áhuga hafa komi.
Við hlökkum til að sjá ykkur á fimmtudagskvöld. Sjáumst fyrir hönd F&F Solveig
25.4.2008 | 22:25
Prjónakaffi 1. maí
Næsta prjónakaffi er 1. maí næstkomandi. og hefst að venju kl. 20.
Kynning kvöldsins verður í höndum Margrétar Árnadóttur handverkskonu.
Margrét mun segja frá viðgerð á antík bútasaumsteppi sem er frá Viktoríanska tímabilinu. Einnig verður hún með myndir til að sýna okkur.
Margrét er mjög vel þekkt fyrir einstaklega fallega vinnu á bútasaumi og ekki síður fyrir frábæra hjálpsemi og ljúfmannlega framkomu við afgreiðslustörf í Virku bútasaumsdeild. Það voru forréttindi að fá aðstoð hennar við val á, hvort sem var, munstri, efnum eða liti í teppi eða ennað sem maður vildi búa til. Það er tilhlökkunarefni að sjá og heyra hvað hún hefur að segja.
25.4.2008 | 22:11
Ferð til Blöndóss.
Fundar og fræðslunefnd stóð fyrir ferð til Blöndós þann 19. apríl.
Ferðin var mjög vel heppnuð. Veðrið hefði ekki getað verið betra og að koma í Heimilisiðnaðarsafnið og Halldórustofu var ævintýri líkast. Mótttakan þar og leiðsögn um safnið var einnig til fyrirmyndar. Kærar þakkir Elín, heimsóknina gerðir þú eftirminnilega. Við komum við á elliheimilinu og skoðuðum afrakstur félagsstarfsins og þar fengum við okkur eftirmiðdagskaffi.
Frá Blöndósi var haldið í kirkjuna á Þingeyrum, þar tók á móti okkur Erlendur Eysteinsson frá Stóru- Giljá. Trúlega eru fáir ef þá nokkur sem þekkir sögu staðarins betur og var hrein unnunn að hlusta á hann segja frá. Þessi dagur er gullmoli í sjóð minninganna. Hópur góðra kvenna að ferðast og njóta saman þess sem er áhugamál okkar allra.
Kærar þakkir fyrir samfylgdina þennan dag kæru konur.
25.4.2008 | 21:57
Prjónakaffi í apríl
Einsog venjulega var prjónakaffið vel sótt. Um 80 konur mættu og hlustuðu á Brynju segja frá og sáu, á myndum sem hún sýndi okkur, þessa frábæru hönnunn og verk sem eru alfarið hennar vinna.
Mjög vel heppnað kvöld.
15.4.2008 | 18:48
Ferð til Blöndós
Nú er allt ákveðið varðandi ferðina, laugardaginn 19. apríl.
Lagt verður af stað kl 8,30 frá Nethyl ( Heimilisiðnaðarhúsinu)
Stoppað í Hyrnunni smá stopp komið til Blöndós um kl. 12.
Farið verður í Bláa húsið við ána og borðuð matarmikil súpa með brauði.
Kl.13,30 farið í Heimilisiðnaðarsafnið það skoðað undir leiðsögn.
Kl.15,30 lagt af stað í Þingeyrarkirkju og hún skoðuð undir leiðsögn Erlendar staðarhaldara.
Áætluð brottför er kl. 16,40-17 Stoppað verður í Borgarnesi þar sem fólk getur fengið sér smávegis að borða ef það vill
Tilkynnið þátttöku í síma 694-2560 , solveigthe@gmail.com eða hjá Heimilisiðnaðarfélaginu.
Upplagt er að taka prjónana með sér.
2.4.2008 | 12:00
Prjónakaffi 3. apríl
Sælar allar.
En er komið að prjónakaffi, það er að sjálfsögðu á fimmtudaginn 3.apríl og hefst kl. 8.00.
Gestur okkar að þessu sinni er Brynja Dögg Gunnarsdóttir. Brynja Dögg hannar prjónavörur undir nafninu BDG Hönnun/BDG Design. Hún er að gera allt mögulegt s.s. Peysur, toppa, pils,armbönd, kjóla og margt fleira. Hún er mest með lopa í sínum flíkum og leggur mikla áherslu á að allt sé vandað og að gæðin í efnismeðferð séu mikil. Hún notar sín eigin snið og uppskriftir og leggur áherslu á að flíkurnar séu þægilegar. Hún er með heimasíðu á netinu slóðin er: http://www.myspace.com/bdgdesign . Hún selur mikið í gegnum heimasíðuna og er núna önnum kafin við að vinna pöntun fyrir sérverslun í Bandaríkjunum. Fötin munu koma þar í sölu í maí.
Það verður spennandi að sjá það sem hún er að gera, svo nú vona ég að við fjölmennum á Amokka.
María og stelpurnar hennar á Amokka verða með frábært tilboð á morgun þ.e.
Ostakaka með karamellu og kaffi með ábót aðeins kr. 750.- ummmmm :-o
Sjáumst sem flestar kveðja fyrir hönd F&F Solveig
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 14:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2008 | 10:47
100 konur á síðasta prjónakaffi.
Þakka ykkur fyrir síðast, það var flott stemning í salnum og nánast öll sæti setinn enda voru ríflega 100 konur í salnum.
Það var mikil eftirvænting í stórum hópi kvenna sem streymdi inn á Amokka í Hlíðarsmára, fimmtudagskvöldið 6.mars. Flestar fengu sér tilboð kvöldsins en aðrar fengu sér vatnsglas. Þegar allir höfðu komið sér vel fyrir með bolla og handavinnu var komið að kynningu kvöldsins. Védís Jónsdóttir hönnuður, og starfandi hjá Ístex, hefur hannað nýjar flíkur fyrir handprjón úr íslensku einbandi. Védís klæddist sérlega fallegum kjól með skeljaútprjóni, sem klæddi hana mjög vel, eins sýndi hún á gínum fleiri flíkur. Allar eru uppskriftirnar í nýja prjónaheftinu frá Ístex. Konur frá Handprjónasambandinu voru líka þarna og með hefti sem þær seldu á staðnum. Þið sem ekki voruð á staðnum en viljið eignast heftið getið fengið bæði heftið og einbandið hjá Handprjónasambandinu á Skólavörðustíg. Þarna sá ég konu sem var byrjuð að prjóna kjól og hafði valið sér fallegan grænan lit. Það á eftir að verða flottur kjóll. Þeir sem ekki leggja í að byrja vegna óöryggis eða finnst þær ekki kunna að prjóna skeljaprjón geta bara skelt sér á námskeið.
Heimilisiðnaðarskólinn verður með námskeið nú í vor þ.e. 11. og 18. mars, og 1. og 15. apríl, kl 20 - 22, þetta eru 12 klst. 4 skipti og kostar 12.600. Efnið er ekki innifalið.
Því miður gleymdist myndavélin heima en við fáum sendar myndir frá Luxenburg. Fljótlega kemur kynning á næsta prjónakaffi.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.3.2008 | 23:13
Prjónakaffi fimmtudag 6.mars.
Fimmtudaginn 6.mars, er næsta prjónakaffi. Eins og áður byrjar kaffið kl. 20 -22 en húsið opnar fyrr.
Yfirskrift kvöldsins er EINBAND-Í NÝRRI ÚTSETNINGU.
Védís Jónsdóttir hönnuður mun koma og kynna nýtt prjónahefti þar sem gefur að líta uppskriftir sem hún hefur hannað. Allar uppskriftirnar eru fyrir handprjón, og úr einbandi sem Ístex framleiðir. Í þessu hefti eru uppskriftir að flottum kjólum og peysum en einnig einföldum flíkum fyrir þá sem ekki hafa prjónað úr einbandi áður. Védís mun verða með sýnishorn sem við getum skoðað. Þetta er mjög gott tækifæri til að nýta til að þyggja góð ráð hjá mjög flínkriprjónakonu. Védís er tilbúin til að ganga á milli borða og ræða málin.
Vonandi sjáumst við sem flestar. Kveðja F.F. nefndin.
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa á að koma að mæta, það er ekki skylda að mæta með prjóna það má koma með aðra handavinnu eða bara handavinnulaus og sjá hvað aðrir eru að gera.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2008 | 20:29
Prjónakaffi 7.febrúar 2008
Það var mjög vel heppnað prjónakaffi þetta kvöld. Þrátt fyrir brjálað veður mættu um 50 konur og á Amokka í Kópavogi sáttum við í huggulegheitum og nýttum tilboð staðarinns sem var kaffi með ábót og girnileg terta á kr 750.-. Algjörlega búnar að gleyma leiðinlegu veðri. Þær Pálína og Helga mættu með glæsilega kynningu á Skalls handavinnuskólanum í Danmörku. Þær voru með svo falleg stykki sem þær höfðu flest unnið sjálfar. Allt með eindæmum fallegt. Góð auglýsing fyrir skólann. Allar upplýsingar um skólann er hægt að fá hjá Pálínu Sigurbergsdóttur sími:5681452 og 8640517. Pálína er umboðsmaður Skalls á Íslandi. Helga er eigandi hannyrðaverslunarinnar Nálinn Laugavegi 8. Þar er einnig hægt að nálgast upplýsingar um skólann. Helga sem er menntaður hannyrðakennari frá Skalls (Skalls er skóli sem býður uppá mjög fjölbreytt nám.) býður líka uppá námskeið, bæði stutt og löng, mjög spennandi og hvet ég ykkur til að kynna ykkur þau. Þetta var frábært kvöld.
4.2.2008 | 16:47
Kynning á Skals handavinnuskóla
Nú líður að 7. feb. þá er næsta prjónakaffi. Á dagskrá verður eftirfarandi: Pálína Sigurbergsdóttir, umboðsmaður Skals á Íslandi og Helga Jóna Þórunnardóttir handavinnukennari, sem nam á Skals skólanum í Danmörku kynna Skals skólann. Mjög spennandi verður að heyra hvað þær hafa að segja því skólinn býður uppá mjög fjölbreytta kennslu og námskeið, t.d. stutt námskeið og löng. Vonandi verður veðrið ágætt svo sem flestir sjái sér fært að mæta.
Starfsfólk Amokka í Hlíðarsmára tekur vel á móti okkur með góðu kaffi og kræsingum. Það er skemmtilegt að fá góða kveðju í gestabókina, takk fyrir Sandra.
Hlakka til að sjá ykkur öll.
Fyrir hönd FF Solveig
Menning og listir | Breytt 13.3.2008 kl. 20:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)