Prjónakaffi 4. nóvember 2010

Prjóna kaffihús

 

Heimilisiðnaðarfélag Íslands býður áhugasömum að koma í prjónakaffi í Amokka í Hlíðarsmára, Kópavogi.

 

4. nóvember 2010  --  kl. 20.00                         

Kynnt verður vefurinn saumaklubbur.is

Félagar í Saumaklúbbnum fá í hverjum mánuði fjölbreyttar uppskriftir að hannyrðum í aðgengilegri og handhægri útgáfu. Í hverri sendingu eru 14-16 uppskriftabæklingar.

Félagar í Saumaklúbbnum fá í hverjum mánuði sendan heim spennandi pakka með uppskriftum að fjölbreyttum hannyrðum, s.s. prjóni, hekli, útsaumi og föndri að ógleymdum girnilegum uppskriftum að klúbbréttum. Flestar uppskriftanna eru eftir íslenska hönnuði og reyndar hannyrðakonur en einnig eru þar uppskriftir eftir erlendra hönnuði í vandaðri þýðingu og staðfærslu.

Verið velkomin í prjónakaffi Heimilisiðnaðarfélags Íslands í Amokka, Hlíðarsmára, Kópavogi.

 

Prjónakaffið er alltaf 1. fimmtudag í mánuði.

 

Á Amokka er boðið upp á léttann málsverð fyrir prjónakaffið.  Matur er framreiddur kl. 18:00-19:30.  Eftir það er selt kaffi og meðlæti.

 

  Heimilisiðnaðarfélag Íslands - www.heimilisidnadur.is

  http://prjonakaffi.blog.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband